24.5.2010 | 18:10
Sumarleyfið
Ég verð að viðurkenna að það er langt síðan ég hef bloggað. Ekki það að ég hafi ekki haft eitthvað að segja. Síður en svo. Ég hef alltaf nóg að segja. Hef bara gert það annars staðar en hér
En núna er ég að fara í ferðalag og ætla að vera lengi. Þess vegna ákvað ég að fara að blogga hér aftur til að vinir og vandamenn geti fylgst með ævintýrum mínum í útlöndum. Ég er sem sagt að fara á morgun og ætla að vera eins lengi og ég kemst upp með. En ég lofa samt að ég verð komin aftur fyrir jól. Þetta loforð er sérstaklega fyrir þau Óla og Olgu
Og ég lofa líka að vera (mátulega) stillt og fara ekki ein yfir til Marokkó og ekki leigja mér (of) stórt mótorhjól og og og.....
Þeir sem nenna svo bara að lesa alvarlega pistla verða að finna sér eitthvað annað til lestrar. En hinir: Ég vona að þið njótið þess að lesa um sumar í útlöndum. Mér finnst þið vera með mér í för þegar ég veit að þið eruð að lesa skrifin mín.
Sumarkveðjur
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að skólinn skuli vera búinn og gleðilegt sumar!!!
Jóhann Elíasson, 24.5.2010 kl. 18:14
Takk:) Saknarðu þess ekki stundum að vera ekki að kenna?
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 24.5.2010 kl. 18:41
Nei, ekki get ég nú sagt það. Ég er að fara í PRÓF á miðvikudaginn.
Jóhann Elíasson, 24.5.2010 kl. 19:24
Góða ferð!
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 00:30
Dagrún Steinunn ! Jól ? Koma ekki jól eftir jól eftir - - - - ? ;-)
Hörður B Hjartarson, 25.5.2010 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.