Bónusar til bankamanna árið 2013??

Ég ætla í þessu bloggi bara að vekja athygli þeirra sem lesa bloggið mitt á einu. 

Best að taka fram strax að ég veit ekki hvort hér er á ferðinni enn ein kjaftasagan eða hvað.  Hins vegar er eðlilegt að bæði ég og aðrir þrælar þessa lands fái svör um hvort rétt er haft eftir eða ekki. 

Samstarfsmaður minn segist hafa þessa sögu beint eftir einum þingmanni sjálfsstæðismanna.  (Ekki að þeir hafi endilega reynst vera sérstaklega sannsögulir hingað til).  Þingmaðurinn tjáði honum að það lægi góð ástæða fyrir því að reyna að halda fólki sem lengst í skuldum sínum og forðast að keyra það í gjaldþrot á næstu 3 árum.  Ástæðan er einföld.  Ekki manngæska. Nei, datt þér það einhvern tíma í hug?  Græðgi. Já, hvað annað? Kom nokkuð annað til greina en græðgi?

Ef bankamönnum tekst að halda sem mestu af eignum bankans inni í bankanum þá verður greiddur út hár bónus til viðkomandi bankamanna árið 2013.  Prósentulega hár miðað við eignasafn sem er inni.  

Og hvað er eignasafn bankans?  Jú sjáðu til. Allar skuldirnar sem þeim tókst að bjarga. 

Þær eru partur af eignasafni bankans.  Og líka öll veðin sem eru í fasteignunum "okkar", heimilinum "okkar".  Þetta er allt partur af eignasafni bankans.  Og þeim mun lengur sem þeim tekst að forða þér frá gjaldþroti þeim mun meira ert þú búinn að borga. Og hver veit?  Kannski hefur íbúðarverð hækkað aftur árið 2013.  Og þá má keyra þig í þrot og hirða sem mest af sölu fasteignarinnar. 

Þetta er gott plan, ekki satt?

Hélstu kannski að bankinn hefði komið með þetta fallega tilboð um að lækka fasteignaskuld þína niður í 110% af verðmæti fasteignarinnar af gæsku og mannkærleika?  Nei.  Ég veit. Þér datt það ekki í hug. Enda farinn að átta þig á spillingunni og græðginni.  

Þetta er bara til að þú haldir áfram að borga í  2 - 3 ár áfram.  Telja þér trú um að þú getir þetta. Jafnvel þó að þú sért í raun tæknilega gjaldþrota þá áttu að borga áfram.  Fram í rauðan dauðann. 

En frá hverjum kom þetta fallega tilboð um bónus?  Frá eigendum bankanna? Þ.e. okkur þjóðinni? 

Reyndar er það svo (skv. sögunni) að fyrrverandi ríkisstjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna vissi af þessu og mómælti þessu allavega ekki (a.m.k. ekki hástöfum því þá myndum við vita þetta), 

En tilboðið kom aðallega frá kröfuhöfum sem eru væntanlegir (og í sumum tilfellum orðnir) nýjir eigendur bankanna.  Þeir vilja jú fá sem mest fyrir sinn snúð.  

Þú? Þú átt bara að halda áfram að borga og vera ánægð/ur með að "halda" eigninni sem þú átt reyndar ekkert í.  

En hvað eigum við að gera?  Það virðist lítill áhugi á að halda áfram að mótmæla á Austurvelli. Enda skilaði það í sjálfu sér engu til okkar.  

Mín tillaga?  Förum með þetta beint í mannnréttindadómstólinn.  Öll lán sem eru tekin eru tvíhliða samningar.  Milli skuldara annars vegar og lánadrottins hins vegar.  Lög kveða á um sanngirni á BÁÐA bóga.  Það hefur engin sanngirni ríkt í því hvernig lánastofnanir taka á vandamálum okkar. 

Sækjum lánastofnanir til saka. Látum þá standa fyrir framan umheiminn og svara fyrir það sem þær eru búnar að gera okkur.  

Við eigum að hætta þessum eilífðar undirlægjuhætti.  Stöndum upp öll sem eitt og hættum að gegna.  

Ef t.d. eitthundrað manns sem eru með sín fasteignalán hjá Íslandsbanka (gamla Glitni, enn eldri Íslandsbanka....) færu saman inn í höfuðstöðvar bankans til að fá leiðréttingu mála sinna hefði það örugglega meiri áhrif heldur en ef bara einn fer í einu.   Og aðrir 100 færu inn í Arion (áður Kaupþing, áður KB-Banki, áður eitthvað annað....).  Og enn aðrir 100 inn í Landsbanka........ Já og ég sjálf ásamt öðrum 100 inn í íbúðarlánasjóð. 

Það væri allavega gaman að prófa.  Hverjir vilja vera með? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Svo segir mér saga er ég heyrði í dag að engin lögfræðingur á Íslandi vilji taka að sér mál gegn bönkunum því ella verði hann útskrúfaður.

Það er fullt af fólki búið að prufa að tala við lögfræðinga en allir segja NEI. 

Halla Rut , 7.2.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Þegar ég var lítill seldi ég sælgæti og vindla í stúkunni í laugardal þá var kúltúr í kringum íþróttirnar, þegar Albert kom heim sá ég hann spila á laugardalsvellinum í rigningu, engin þorði í hann Hann hefði getað reykt einn vindil, allt í einu tók einn sig til og gerði atlögu að honum, Albert vippaði boltanum yfir hann setti síðan fótinn í hann þannig að hann flaut eftir blautum vellinum, þá sagði einn blaðamaðurinn og dómarinn er líka hræddur við hann,

Þetta er rétt hjá þér Halla Rut lögmenn eru líka hræddir við ríkið, ef þeir verða harðir fá þeir ekki þrotabú né dánarbú.

Bernharð Hjaltalín, 7.2.2010 kl. 22:14

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég velti því stundum fyrir mér varðandi ýmsa bankamenn, lögfræðinga og stjórnmálamenn hvort þeir haldi að þeir geti endalaust skýlt sér á bak við það að vera í vinnunni þegar þeir ræna náunga sinn.

Magnús Sigurðsson, 7.2.2010 kl. 22:24

4 Smámynd: Halla Rut

Góð samlíking Bernharð. Magnús, skellurinn kemur þar líka, heldur þú ekki. það á mikið eftir að breytast hér á næstu 2 áratugum ef, við, samfélagið stöndum vaktina því á endanum þá eru ríkissjónin launþegar okkar og það er okkar að gæta þess að þau sinni starfi sínu með heiðarleika. Það höfum við ekki gert lengi og höfum leyft ótrúlegustu hlutum að viðgangast hér.

Halla Rut , 7.2.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við verðum að fá staðfestingu af þessum bónusum, mjög góðar staðfestingar. Þetta gæti verið það sem mundi fylla mælinn.

Haraldur Haraldsson, 8.2.2010 kl. 00:32

6 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Sæl Dagrún

Þú kallar á samstöðu og til að það virki er áhrifaríkara að það séu ekki allir að kalla á margar litlar samstöður heldur taka þátt í aðgerðum Hagsmunasamtaka Heimilanna sem eru þau samtök sem mestum árangri hafa náð með þrotlausri sjálfboðavinnu en allt of litlum stuðningi fólksins í landinu. Ég segi allir saman nú og skrá sig inn á heimilin.is

En um greinina þína vil ég segja að við almenningur erum smám saman að komast að því hvers konar mafía það er sem endalaust fer ofaní vasana okkar eftir aurum.

Magnús Vignir Árnason, 8.2.2010 kl. 10:54

7 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Takk fyrir viðbrögðin.

Ég hef því miður enga staðfestingu. Hef bara heyrt þetta nokkrum sinnum og alltaf eins.  En allavega er ljóst að það er ekkert verið að gera til að bjarga heimilunum.  Og já ég er sammála M.V.Á. að auðvitað eigum við öll að ganga í Hagsmunasamtök heimilanna til að efla mátt þeirra. 

Um þá sem eru endalaust að seilast í vasana okkar eftir aur vil ég segja þetta: Mafían er eins og saklaust barn í samanburði við þá. 

Ég veit um 4 sjálfsvíg á undanförnum 3 vikum þar sem viðkomandi var kominn út í horn og sá enga leið út aðra en þá að taka eigið líf, gefast upp. Allt saman voru þetta einstaklingar sem áttu fjölskyldu. Ef ekki maka þá alla vega börn. Og allt voru þetta einstaklingar sem voru að missa heimili sín.

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 8.2.2010 kl. 15:47

8 identicon

Takk fyrir góðan og þarfan pistil Dagrún.

Þann er hér ritar langar enn eina ferðina að benda á hvar raunverulegt vald hins almenna borgara liggur.

Í stað þess að fara í Greiðsluverkfall, sem ekki aðeins hefur í för með sér beinan kostnað fyrir þá er þátt í slíku taka, heldur um "ólögleg" athæfi að ræða í raun, sem gefur höggstað á þeim sem þátt taka, ættu þau ágætu samtök Hagsmunasamtök Heimilanna frekar að beita sér fyrir:

  • Uppfræðslu almennings á raunverulegri virkni og markmiði fjármálastofnanna, þ.e. að koma sem flestum þegnum á skuldaklafa til þess að hafa yfir þeim vald.
  • Að stuðla frekar að því að almenningur skilji og stundi markvisst og langvarandi "Bank-run", ásamt aukinni ábyrgð á eigin fjármálum. "Bank-run" hefur þær afleiðingar að þurrka upp fjármagn fjármálastofnanna, veita þeim beint og áhrifaríkt aðhald, og koma þeim í skilning um hvar hið raunverulega vald liggur.
Þess ber að geta að undirritaður er stofnfélagi í HH og stuðningsmaður, þrátt fyrir að hann telji að áherslur HH séu ekki réttar eða líklegar til árangurs.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 09:59

9 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Takk fyrir ábendinguna Kristinn. 

Ég veit að þú hefur skrifað marga góða og fróðlega pistla um þetta mál og um fjármálakerfið almennt.  Ég held að ég hafi lesið þá alla á sínum tíma og var bara ansi oft sammála því sem þú skrifaðir.

Svo er það þannig með góðu vísurnar sem eru oft kveðnar að það er verður aldrei of oft. 

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 9.2.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 791

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband