9.4.2009 | 12:08
Reiði
Ég er svo reið þessa dagana.
Út í hvern er ég reið?
Kannski engann einn sérstakan aðila (nema þá helst sjallana alla).
En ég er reið þegar ég sé hvernig spilling og klíkuskapur virðist enn ráða öllu hér.
Þegar ég horfi á skuldabirði aukast. Þegar ég sé gengi falla.
Þegar ég sé skammarlega litla lækkun á stýrivöxtum.
Þegar ég sé að ætlunin er að við sem minnst megum okkar er ætlað að borga skuldir fyrrverandi auðmanna landsins jafnvel þó að það sé á hreinu að við hvorki viljum gera það eða getum gert það.
Er einhver ótti í gangi hjá ráðamönnum. Vita þeir ekki að ástandið er orðið svo slæmt að ef þeir gera ekki eitthvað róttækt STRAX þá geta þeir ekki bjargað okkur. þjóðfélagið er að hruni komið.
Ég veit að ég er ekki ein um þessa reiði. Hún kraumar hjá fleirum en mér. Og ef hlutirnir halda áfram að versna (sem þeir eru að gera þó svo að verðbóga hafi hægt á sér) þá á eftir að sjóða rækilega uppúr.
Aðgerðarleysi, vanmáttur og ótti virðist gersamlega ráða allri för þessa dagana.
Ótti við ESB. (Hvers vegna í ósköpunum?).
Ótti við lægri stýrivexti (Hvers vegna í ósköpunum?)
Ótti við að afnema verðtryggingu á húsnæðislánum (HVERS VEGNA?? Þeir eru að drepa okkur! Til að bjarga lífeyrissjóðunum?? KOMON! Hver trúir þeirri lygi lengur þegar lífeyrissjóðirnir sýna yfir 20% neikvæða ávöxtun).
Ótti við stjórnlagaþing (Hvervegna? Má almenningur engu ráða? Haldið þið að við séum svona heimsk?).
Hjálpið okkur að losna við reiðina áður en það verður of seint. Áður en landsflótti verður svo alger að hér verður bara verstöð fyrir (afar óvinsælar) hvalveiðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 11:46
Aumingjahrollur
Slæmt var það þegar sjallinn þurfti að skila styrknum frá Goldfinger. Og ekki skánar þetta við nýjustu fréttir af styrkjamálum þessa flokks.
Jafnvel þó ég vorkenni þeim ekki baun í bala get ég ekki varist þess að fá aumingjahroll þegar ég fylgist með forystumönnum þessa flokks núna þessa dagana.
Slæmt var það þegar Davíð var einvaldur en ekki virðist þetta batna mikið.
Ég veit reyndar ekki hvað mér gremst mest við þessar fréttir.
Það að enginn vill kannast við að eiga einhvern þátt í málinu.
Það að þeir skuli yfirhöfuð hafa látið sér detta til hugar það gríðarlega síðleysi sem þetta að þiggja svona háa styrki korteri áður en frumvarp um hámarksstyrki á að taka gildi.
Það að þiggja 25 milljónir frá Landsbankanum án þess að stjórnamönnum bankans væri tilkynnt um þetta. Hvað fengu bankastjórarnir í staðinn fyrir styrkinn?
Eða það að þeir skuli svo láta fárveikan fyrrverandi formann taka alla ábyrgðina þar sem hann er staddur í Hollandi í krabbameinsmeðferð. Þeir sem sagt víla sér ekkert við að sparka í liggjandi mann.
Og svo ætla þeir að skila peningunum. Hvernig ætla þeir að útvega 55 milljónir bara sisona til að endurgreiða þetta? Úr sársveltum ríkissjóð?
Mér finnst að þeir ættu allir sem einn að skammast sín. Það þarf enginn að segja mér að svona háum upphæðum hafi verið laumað þegjandi inn.
Skammist ykkar bara! Hvers vegna ætti þjóðin að treysta ykkur í komandi kosningum? Þið hafið sko ekki sýnt okkur að þið séuð traustsins verðir.
Ég sit uppi með 30% aukingu á skuldum mínum vegna ykkar vanhæfni. Allar mínar áætlanir orðnar að engu vegna ykkar vanhæfni. Börnin mín bæði atvinnulaus vegna ykkar vanhæfni. Ég get ekki lengur lifað á dagvinnulaunum mínum vegna ykkar vanhæfni.
Og hvað gerið þið? Eruð með málþóf á þingi í stað þess að sætta ykkur við orðinn hlut og reyna að snúa ykkur að þarfari hlutum.
Ég vil reyndar mæla með að ef þið vilduð einu sinni gera eitthvert örlítið góðverk (vitið þið annars hvað það orð þýðir?) þá setjið líka sambærilega upphæð til styrktar t.d. mæðrastyrksnefndar eða samhjálpar eða annara góðgerðarsamtaka sem hjálpa þeim verst stöddu að kaupa sér matarbita.
Skilað til lögaðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.3.2009 | 19:04
klappliðið á fullu.
Það er svolítið skondið að lesa fréttir af landsfundi sjálfstæðismanna. Fyrst voru sagðar sögur af ræðu Davíðs þar sem hann m.a. setti út á störf endurreisnarnefndarinnar og Vilhjálm Egilsson
Vel var klappað í salnum að ræðu hans lokinni. (Þó að ég hafi fengið aumingjahroll af því að lesa þetta.Vont að vita af svona mörgum meðvirkum einstaklingum samankomnum)
Svo kom Vilhjálmur og vældi svolítið afþví Davíð var vondur við hann.
Þá kom Geir Haarde með ræðu þar sem hann sagði Davíð hafa vegið ómaklega að Villa. Og viti menn enn er vel tekið undir í salnum og ákaft lófatak kveður við.
Klappa sjálfstæðismenn fyrir hvaða dellu sem forsvarsmenn (og fyrrum forsvarsmenn) flokksins bera á borð fyrir þá? Afhverju klappa þeir fyrir svona andhverfum málflutningi?Er þetta bara kurteisi eða er þetta sagan um að síðasti ræðumaður sé sá sem hefur rétt fyrir sér?
Ég vona reyndar að þetta verði síðasta skiptið sem Davíð lætur eitthvað fara frá sér opinberlega. Hann skýtur sig orðið í fótinn í hvert einasta sinn sem hann opnar munninn. Hann var slæmur með þetta þegar hans varð fyrst vart í stjónmálum en þessi tilhneiging hans versnar núna í hvert sinn sem hann segir eitthvað.
Fyrir þá sem enn eru harðir aðdáendur Davíðs. Auðvitað er ykkur frjálst að dá hann. Ég skil reyndar alls ekki afhverju. En það er allt í lagi. Mér er líka frjálst að þola ekki manninn. Mín skoðun hefur alltaf verið sú að menn láta hann komast upp með að vera leikstjórnanda í lélegu leikriti þar sem illvirknin er við völd.
Geir: Ómaklegt hjá Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2009 | 14:01
Viljum við það?
Bjarni Ben. segir að við viljum vera fyrir utan ESB. Hann talar reyndar ekki þarna fyrir munn allra. Hann talar t.d. ekki fyrir mig. Ég vil vera innan ESB. Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir að það eru ekki endilega allir sammála mér. Ég geri mér líka fulla grein fyrir því að ég get ekki tekið fullkomlega endanlega ákvörðun um hvað ég vil fyrr en öll spil liggja á borðinu. Bæði af hendi íslenskra stjórnvalda og af hendi ESB. Hvað þurfum við að láta frá okkur og hvað fáum við í staðinn.
Þess vegna slær mig setning Bjarna um að fyrr eða síðar sé það lýðræðislegt að þjóðin fái að segja sína skoðun á málinu.
Hvernig væri að það væri fyrr en seinna. Er það ekki lýðræðislegt að við fáum að segja okkar skoðun frekar fyrr en seinna? Ég reyndar tel að ég hafi fullan rétt á að segja skoðun mína hér og nú.
Ég vil aðildarviðræður í gang strax þannig að þjóðin geti sem fyrst tekið meðvitaða ákvörðun um hvort hún vill inn eða ekki. Því fyrr því betra.
Vangaveltur um hverju við þyrftum að fórna og hvað við fengjum í staðinn eru jú bara vangaveltur og engar staðreyndir fyrr en þær liggja á borðinu. Fáum allt upp á borð og kjósum um málið sem fyrst.
Ef við viljum inn þá þurfum við einhvern aðlögunartíma.
Ef við viljum ekki inn þá getum við lagt umræðuna til hliðar og einbeitt okkur öðrum leiðum sem hugsanlega væru fyrir hendi.
Bjarni Ben: Við viljum vera fyrir utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2009 | 19:02
Halda þeir enn að fólk sé fífl?
Halda sjálfstæðismenn að fólk sé svo auðtrúa að trúa því að þeim hafi bara orði á svona smá mistök. Svona eins og Árni Johnsen gerir "tæknileg" mistök? Hvað er að þeim eiginlega? Afhverju ekki bara að koma hreint fram og segja að þeir hafi brotið lög þegar þeir þáðu styrkinn. Ekki gleyma því að Neyðarlínan bankaði ekki upp á og bauð þeim og öðrum stjórnmálaflokkum að styrkja þau.
Nei það var nefnilega ekki þannig SJÁLFSTÆÐISMENN BÁÐU UM STYRKINN! Mistök? Nei ég held ekki.
Skilar framlagi Neyðarlínunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.3.2009 | 12:34
Hverjir verða betur settir með þessa lausn?
Enn er verið að tala um 20% afskriftir á skuldum heimilanna.
Fallegt og göfugt í sjálfu sér að vilja létta hjá okkur skuldabirðinni.
Hins vegar finnst mér alfarið vanta í þessa hugmynd hvernig viðkomandi aðilar (Sigmundur Davíð, Tryggvi Þór og fleiri) ætla sér annars vegar að standa undir kostnaði vegna þessarar hugmyndar og svo það sem skiptir allra mestu máli. Hvernig ætla þeir að koma í veg fyrir að skuldirnar rjúki strax aftur upp úr öllu valdi og hækka um 20% eða meira vegna verðbólgunnar.
Við skulum ekki gleyma því að í dag er áætluð ársverðbólga rúmlega 17%. Og hún getur auðveldlega hækkað allverulega á örskömmum tíma eins og við þekkjum svo vel og orðið 25% ,35% og jafnvel 50% án þess að við fáum rönd við reist. Og enginn hefur komið með hugmynd um hvernig á að koma böndum á verðbólguna.
Og hvað þá?
Lánin aftur orðin jafnhá og þau voru fyrir afskrift...... Og á þá að lækka þau aftur eða hvað?
Mín hugmynd er sú að við eigum að handfæra gengi ALLRA lána (hvort sem um er að ræða erlend lán eða verðtryggð lán) á þann stað sem þau voru í byrjun september 2008. Síðan verður hreinlega að taka með handstýringu á verðbólgu og skrúfa hana strax niður. 17% verðbólga er náttúrulega gersamlega ólíðanleg fyrir okkur fólkið í landinu. Ekkert okkar getur náð að halda húsnæði okkar undir þvílíkum kringumstæðum nema náttúrulega að verðtrygging verði afnumin sem fyrst.
Og það hlýtur að verða grundvallarkrafa okkar. Afnemum verðtryggingu húsnæðislána sem fyrst. Hún er ómannúðleg og siðlaus. Notum breytilega vexti eins og aðrar þjóðir gera.
Tryggvi Þór svarar grein Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.3.2009 | 13:24
Æææ Sigmundur minn!!
Er ekki kominn tími til að sleppa þessari hugmynd og reyna einhverja sem virkar. Eða er kannski eitthvað meira á bak við? Dettur þeŕ í alvöru í hug að IMF þjónkist við íslensk stjórnvöld??
IMF sem er talið vera ein helsta peningamaskína hins vestræna heims fari að þjónkast við ríkisstjórn gjaldþrota þjóðar? Komon!! Hvernig dettur þér annars ágætlega greindum dreng annað eins í hug?
Flanagan hefur reyndar bara talsvert til síns máls. Þeir sem skulda mikið græða ekkert á þessu. Þeir sem skulda lítið (reyndar þar með talið ég sjálf) græða mest. Ekki það að flestir vildu gjarnan sjá skuldir sínar lækka um 20%. En það verður að gerast á raunhæfan hátt en ekki með flatri afskrift.
Enda er það ekki beint sú leið sem Roubini myndi ráðleggja ef hann þekkti vel þetta sér íslenska fyrirbrigði verðtrygging. Og spurning hvort " face value reduction of the dept" eigi sér ekki aðrar leiðir en sem flatan niðurskurð. Það þyrfti ekki annað en eitt svona eins og 20-25% verðbólguskot enn til að lánin yrðu komin aftur upp í sömu hæðir eða hærri hvort eð er. Og hvað þá?
Við vitum líka alveg að það verður verulegur kostnaður við þetta. Þessi lán voru ekki í afskriftarpakkanum þar sem þessi lán voru með nokkurn vegin raunvirðis veðum á bak við sig. Og hver á þá að taka á sig kostnaðinn við þetta? Ekki ég þakka þér fyrir. Nóg er nóg.
Ég get hins vegar verið sammála því að það þarf að skoða öll húsnæðislán en ekki bara þar sem eigendur eru í vanda. Ég var sjálf t.d. mjög varfærin í mínum húsnæðiskaupum og valdi mun lægra lán og ódýrari eign en bankinn og fasteignasalinn reyndu að telja mér trú um að ég réði við en er nú komin með vel 30% hækkun á mínu láni á rúmlega tveimur árum. Og vil að sjálfsögðu fá leiðréttingu.
Langbest væri að lækka stýrivexti og gera verðtryggingu lána óvirka frá ca. 15. sept. sl. Þar með héldist höfuðstóll láns óbreyttur (nafnvirðið) en verðbótarþátturinn yrði afnuminn.
Þá er næstbest að keyra verðbólguna rækilega niður (áfram með lækkun á stýurivöxtum) Helst þannig að hér teldist vera verðhjöðnun um einhvern tíma. Því það myndi lækka greiðslubirði verðtryggðra lána.
Og svo verðum við að taka á verðtryggingu lána. Ég vil sjálf meina að þetta sé gersamlega siðlaust verkfæri. Betra er að nota stýrivexti sem tæki þó þeir verði háir á einhverjum þeim tímum sem verðbólga er vaxandi. Þeir lækka þá aftur þegar ástandið skánar. Þetta hefur dugað öllum öðrum þjóðum í hinum vestræna heimi og ætti að duga okkur líka.
Þjónkun IMF við stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2009 | 20:35
Um Ingibjörgu
Það verður eftirsjá af Ingibjörgu af vettvangi stjórnmála. Hún er skelegg kona og kraftmikil.
Ekki skal ég neita að mér finnst henni hafa orðið á ýmis mistök í sínu starfi sem stjórnmálamaður. En ég dreg þó heilindi hennar og heiðarleika aldrei í efa. Og það er meira en ég get sagt um marga af þeim sem eru atvinnu stjórnmálamenn hér á landi.
Það verður erfitt fyrir Samfylkinguna að fylla hennar skarð, ssl. þegar Jóhanna vill ekki bjóða sig til formanns.
Hins vegar skil ég afstöðu Ingibjargar mjög vel. Hennar fyrsta skylda núna er við sjálfa sig. Að sinna sér og gera sitt til að ná fullri heilsu.
Ég óska henni góðs gengis á leið sinni til fulls bata.
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 20:21
Hvað er (mittis)málið?
Ég er ekki alveg með það á hreinu afhverju útlitsdýrkun hefur orðið svona sterk hjá fólki. Það virðist sem margir líti hreinlega á útlit sem einhverja dyggð. Og sérstaklega á þetta við um holdafarið hjá öðru kyninu (konum). Já og ekki má gleyma brjóstastærðinni hjá sama kyni. En öfugt við mittismálið þar sem minna er betra er mikið betra þar. Sem sagt konur eiga að hafa grannt mitti og stór brjóst. (Sem fer oftast ekki saman frá náttúrunnar hendi).
Minnimáttarkennd og almenn vanlíðan er síðan fylgifiskur þess að ná því ekki að falla innan þessarar ímyndar. Það virðist skipta minna máli að vera heiðarleg, skemmtileg, hlý, vel gefin, skynsöm, hreinlega að vera falleg innri manneskja.
Ég þekki margar manneskjur sem falla utan við þessa ímynd. En í mínum augum er þetta allt saman alveg gullfallegir einstaklingar. Og af einni ástæðu. Þau eru falleg innra. Þessi fegurð geislar út frá þeirra innri manni. Og ég er svo heppin að þessar manneskjur eru vinir mínir.
Auðvitað getur of mikið holdarfar verið óheilbrigt fyrir okkur til lengdar. En það getur of lítið holdarfar líka verið (og skv. nýlegum rannsóknum bara alls ekkert síður). Og því er eðlilegt heilsu sinnar vegna að halda sér innan eðlilegra þyngdarmarka (hvort sem um er að ræða efri eða neðri mörk).
En að það geri einhvern hamingjusamari að vera með stærri brjóst? Réttari tennur? Þrýstnari varir? Mjórra mitti? Minna nef? Stærra nef?
Ég efast um það.
Enda kemur hamingjan ekki frá útlitinu.
Verum bara sátt við þann líkama sem okkur var gefin og reynum frekar að gera okkar innri manneskju fallegri. Hún er þess virði að hlúð sé vel að henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2009 | 12:16
Manitoba here we come
Jón Ólafsson hét maður einn, oft nefndur Jón ritstjóri. Hann var oft í töluverðri ónáð hjá stjórnvöldum hér á landi í sinni tíð. Ástæðan var borgaraleg óhlýðni. Stundum þannig að honum var ekki vært hér á landi og varði því löngum stundum erlendis, mest megnis vetanhafs.
Þessi maður átti einn stóran draum.
Sá draumur var að flytja alla íslendinga yfir til Alaska.
Þessi draumur var tilkominn m.a. afþví honum ofbauð örbirgðin sem var á Íslandi á þessum tíma auk þess sem þetta yrði um leið til þess að losa Íslendinga undan Danaveldi.
Hann gekk meira segja svo langt að ná fundum Grants þáverandi forseta USA í þeim tilgangi að fá stuðning hans við málið.
Ekki vantaði svo sem stuðninginn þar sem Grant vissi lítið hvað hann átti að gera við þessa auðn sem Bandaríkjamenn höfðu víst neyðst til að kaupa.
Hins vegar hugnaðist þessi leið ekki íslenskum ráðamönnum og var Jón sakaður af mörgum um landráð.
Líklega er þessi saga ekki mörgum kunn hér á landi en afkomandi Jóns sagði mér hana eftir föður sínum sem var barnabarn Jóns ritstjóra. Fjölskyldan hafði vit á að geyma öll skjöl gamla mannsins sem sögulegar heimildir.
Svo kom þessi frétt á mbl.is í dag. Nú eigum við að geta flutt búferlum til Manitoba ef okkur vantar vinnu. Og nú semja ráðherrar okkar um þetta sem ákveðna lausn fyrir okkar hönd. Flytja Íslendinga bara yfir til Kananda (reyndar ekki Alaska í þetta skiptið).
Þýðir þetta að þeir séu búnir að gefast upp á að koma landinu á réttan kjöl?
Þýðir þetta að nú er kominn tími á að yfirgefa sökkvandi skipið?
Þýðir þetta að þeir ætla ekkert að gera til að reyna að sparka atvinnulífinu hér innan lands í gang?
Eigum við sem sagt að leita út fyrir landsteinana þegar við missum vinnuna?
Á Ísland þá bara að vera verstöð hvalveiða? (þar eru allavega 250 störf tryggð þetta árið......sem reyndar vegur skammt þegar horft er á að við missum útflutningstekjur af fiski sem erlendar þjóðir vilja ekki kaupa afþví við veiðum hval......)
Hve margir íslendingar skyldu geta fengið atvinnu þar samkvæmt þessu samkomulagi?
Samkomulag um atvinnumöguleika í Manitoba | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar