Thorapadi

Um daginn setti ég hér inn lítið blogg um munaðarleysingjahæli í Thorapadi.

Leyfið mér að fræða ykkur aðeins meira um þetta verkefni. 

Alir muna eftir flóðunum miklu sem voru um jólin 2004.  Þessi flóð ollu miklu tjónu og kostuðu fjölda mannslífa ansi víða. Einn staður sem varð illa úti var suð-austur hluti Indlands eða syðsti og austasti hluti Tamil Nadu héraðs.  Þarna er einn fátækasti hluti Indlands. 

Í Tamil Nadu héraði er mikið af munaðarlausum börnum og mörg bættust við. 

Hér á Íslandi hafa sjálfboðaliðasamtökin Vinir Indlands verið með starfsemi í Tamil Nadu um nokkurra ára skeið.  

Þannig vildi til að fljótlega eftir flóðin fengum við möguleika á að kaupa litla lóð í Thorapadi og um svipað leiti áskotnaðist okkur styrkur úr s.k. Grundarsjóð. 

Í samráði við heimamenn(sem við vinnum mikið með) var ráðist í byggingu á munaðarleysingja heimili fyrir drengi.  Með veglegum styrkjum frá Grundasjóðnum, Aktavís og mörgum misstórum framlögum frá einstaklingum (margt smátt gerir eitt stórt) var ráðist í þetta verkefni.

Þetta heimili er nú tilbúið að fullu og drengirnir (a.m.k 25 í fyrstu atrennu) eru að flytja þar inn. 

Til að geta staðið undir rekstri heimilisins og kostnaði við framfærslu drengjanna höfum við tekið á það ráð að finna fósturforeldra fyrir hvern og einn dreng.  Við höfum þegar fengið nokkra fósturforeldra en okkur vantar enn einhverja.  Það kostar miðað við gengi í dag 2500 Íslenskar krónu að sjá drengjunum fyrir fæði, klæði og skólagöngu auk þess að borga starfsmönnum heimilisins laun og standa undir öðrum rekstri.  Þetta er miðað við að við fáum 2500 krónur fyrir alla 25 drengina.

Ekki svo há upphæð eða hvað?

Afhverju stend ég í þessu? Svarið er einfalt. Ég hef alltaf vonað að mannkynið færi batnandi. Einn dag uppgötvaði ég að það er ekki nóg að vona. Ég verð sjálf að stíga a.m.k. einhver örlítil skref til að þessi von geti ræst.  Mín skref eru ekki stór miðað við það sem ég sé marga aðra vera að gera.  En ef ég geri ekki neitt get ég ekki vænst þess að aðrir geri eitthvað heldur. Svo ég byrja sjálf.  Mitt fyrsta skref var að gerast fósturforeldri fyrir eitt barn. Síðan þá hef ég tekið nokkur hænuskref. Og vona að fyrir hvert lítið skref séu aðrir sem gera slíkt hið sama. Þannig lifir hjá mér von um betri heim.  

If you do not have any hope for the future how can you live now?  It is the hope for something better tomorrow that lets you react today.  If you have no hope of finding food why should you wake up and search for food? Why not then just keep on sleeping? You wo´nt find any food.


Gefum von inn í framtíðina

Á Indlandi er þorp eitt sem heitir Thorapadi.  Þar er nú verið að taka í notkun munaðarleysingjahæli fyrir drengi. Þetta munaðarleysingjahæli hefur verið reist fyrir íslenskt söfnunarfé og þar munar mest um framlög frá Grundarsjóð annars vegar og svo Actavis hins vegar.  En auk þessara hefur fjöldi einstaklinga (sem vilja helst ekkert láta þess getið opinberlega hver þau eru) lagt hönd á plóginn með misstórum framlögum.

Nú um þessar mundir eru fyrstu drengirnir að flytja inn.  Líklega verða þeir 25 talsins. 

Þessir drengir eru munaðarlausir.  Þeir hafa ekki getað leyft sér að vera með neinar væntingar um að einhver rétti þeim hjálparhönd og oft þurft að leggjast til svefns án þess að geta vænst þess að einhver gefi þeim matarbita daginn eftir. Flestir þeirra hafa samt lagst til svefns og vonað að þeir fengju einhvern smábita hvernig sem sá biti kæmist til þeirra. 

En nú höfum við tækifæri til að gefa þessum drengjum von um meira en bara matarbita. Við eigum möguleika á að gefa þeim von um betri framtíð en dagurinn í dag hefur fært þeim. 

Til þess vantar okkur nokkra stuningsforeldra í viðbót.  Stuðningsforeldri borgar 2500 krónur á mánuði. 

Sá peningur dugir til að borga skólagjöld, fæði, klæði, þak yfir höfuðið og svo umsjónaraðilum heimilisins laun. 

Ég vona að einhver sem les þennan pistil sé tilbúinn til að gefa einum dreng von inn í framtíðina. 

Jafnvel þó núið sé það eina sem við höfum í augnablikinu er það vonin sem færir okkur framtíðina.  Hana á að byggja á kærleika. 

Megið þið njóta aðventunnar með von í hjarta. 

 


Sköpunarverk

Ég var að spjalla við kunningja minn í gærkvöldi (sem er svo sem ekkert í frásögu færandi) þega upp kom umræðan um Halldór Kiljan Laxness. Við mundum hvorugt hvað hann hafði heitið áður en hann tók sér þetta nafn.  En það sem upp úr stóð var að H.K.L. skapaði sig sjálfur í þeirri mynd sem hann vildi vera.  Kunningji minn kom með enska tilvitnun sem myndi vera þýdd einhvernveginn svona: 

Þetta er ekki spurningin um hvernig þú fæðist heldur hvernig skapar þú sjálfa/n þig.

Ekkert ólíkt annarri speki sem ég hef oft heyrt: Það er ekki spurningin um hver eða hvað þú ert heldur hvernig manneskja viltu vera.  

Sem sagt:  Við erum bara okkar eigið sköpunarverk. 

Jújú. Vissulega mótumst við af foreldrum og barnæsku.  Og mörg okkar eiga mjög erfitt með að koma sér upp úr eymd æskunnar.  Ég virði það fulkomlega. Það er ekki auðvelt fyrir alla að ná því sem þeir vilja vera. 

En eftir stendur að valið er okkar og engra annarra. Við getum kosið að lifa í eymd eða einmanaleika eða í óhamingju og við getum kosið að gera það besta úr því sem að okkur er rétt. 

Ég vil allavega reyna að taka vel á móti því góða sem að mér er rétt og því slæma kýs ég að gera eins gott úr eins og mögulegt er.  Ekkert er svo slæmt að ekki fylgi því eitthvað gott. 

Megið þið njóta aðventunnarSmile


Allir karlmenn.......

Stundum rekst maður á blaðagreinar sem manni finnst svolítð skondnar þrátt fyrir að vera kannski lika svolítið alvarlegar eða þannig.... (Skiljið þig hvað ég er að reyna að segja?)

En allavega ég rakst á eina grein inn á visir.is

Greinin er á slóðinni

http://www.visir.is/article/20091203/FRETTIR02/951042614

(Veit vel að þetta blog tilheyrir mbl.is en ..... who cares anyway?)

Greinin segir frá könnun  á Bretlandi þar sem átti að kanna muninn á körlum sem skoða klám og þeim sem skoða ekki klám.  Sér til mikillar furðu urðu rannsakendur að breyta könnuninni því allir karlarnir virtust skoða klám.  Könnuninni var því breytt í hversu mikið skoða karlmenn klám.

Ok. Okkur konum kann að mislíka þessi niðurstaða. En sannleikurinn er sá að þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart.

Ég man t.d. eftir því þegar ég fann klámblöðin sem fyrri sambýlismaðurinn minn skoðaði reglulega.  Hann hafði falið þau vel undir vaskinum á baðinu. Og bara alger tilviljun að ég fann þau.  Þegar ég síðan sýndi honum hvað ég hafði fundið og spurði afhveju hefði aldrei hvarflað að honum að við gætum skoðað blöðin saman sem e.k. forleik brást hann hinn versti við.... (ég veit enn ekki afhverju nema ef vera kynni af ótta eða afþví að hann skammaðist sín og var að reyna að fela það.)

Ég man líka eftir því að hafa legið upp í rúmi og beðið í ofvæni eftir að seinni sambýlismaður minn kæmi í rúmið afþví að við ætluðum að gera þetta yndislega sem pör gera saman... (þið vitið..).  Og ég beið ansi lengi... hann var í tölvunni og ég hélt að hann væri að vinna.... svo ég læddist fram. Og getið hvað? Júbb.... hann var að skoða klámsíðu. Ok. Þarna var það ég sem brást hin versta við. Heit og tilbúin kona í rúminu og hann hékk á klámsíðum! 

Ég get hlegið að þvi í dag. En þarna fannst mér þetta sko alls ekki fyndið. 

Ég man líka þegar ég fann þetta hjá unglingssyni mínum,  í tölvunni hjá gömlum kærasta, og...og...og....    

Það sem mér finnst í raun verst í þessu öllu er hversu mikill feluskapur er í þessari neyslu karlmanna.  Allur svona feluskapur veldur flótta frá raunveruleikanum. Og það er síst það sem við þurfum. 

Ég ætla ekki að fara inn í umræðuna um hvort eða ekki klám eigi rétt á sér. Það er efni í mikið meira en eina grein. 

Mig langar hins vegar til að benda körlum á að vera hreinskilnir um þetta. Leyfið konunum að vita að þið eruð að skoða klám.  Afhverju? Jú afþví að feluskapurinn eyðileggur meira en klámið sjálft.  Það á við um allan óheiðarleika í samböndum. Ekki bara klámið.

Megið þið svo öll njóta aðventunnarSmile

 


Jólagjöfin í ár:)

Ég sat í makindum mínum og var að lesa fréttablaðið þegar ég rakst á auglýsingu frá Nýherja.

Þar var verið að auglýsa nýju Ideapad tölvuna (sem eflaust hefur einhverja kosti svona per se). Í auglýsingunni er spurt hvort sé betri jólagjöf og þar birtist mynd af tölvunni annars vegar og stórri kartöflu hins vegar og búið að merkja í box að tölvan sé greinilega betri kostur...

Mitt fyrsta svar var hins vegar að þessi kartafla væri veislumáltíð fyrir hungraðan einstakling. 

Svo þegar ég sá hvað tölvan kostaði kom næst: Vá hvað má kaupa margt annað nytsamlegt fyrir þurfandi fólk fyrir þennan pening.

Þessi auglýsing finnst mér mest sýna þá fyrringu sem enn virðist ríkja hjá mörgum. Að kaupa dýra hluti til að gefa í jólagjöf.  Gjöf sem þyggjandinn kann svo ekki að meta nema kannski í eina til tvær mínútur eða þangað til hann tekur utan af næstu gjöf.  Að eiga sem mest af veraldlegum hlutum sem sumir kalla gæði. Að geta borist sem mest á. Er ekki kominn tími til að hætta þessu? 

Jólin eiga ekki að vera tími ofgnótta. Þau eiga að vera tími kærleikans. Og kærleikurinn finnst ekki í nýrri tölvu hversu flott og fín hún nú annars er. 

Mig langar að benda á aðra leið í jólagjöfunum.   http://multikulti.web.is

 (Ég kann greinilega ekki að búa til tengil inn á síðu hér:/ )  Þessi slóð vísar á frábæra vefverslun.  Þessi vefverslun selur gjafabréf.  Þessi gjafabréf eru sérstök vegna þess að þau eru gjöf til þín þar sem í þínu nafni eru keyptir nytsamlegir hlutir öðru fólki til lífsbjargar. T.d. er hægt að kaupa geit á 3.300 krónur. Geitin sér síðan væntanlegum eiganda fyrir mjólk í framtíðinni.  Geiting gæti síðan eignast afkvæmi sem seinna eignast afkvæmi og getur þannig hjálpað fjölskyldu frá sárri neyð í að verða sjálfbær með mat og klæði. Ýmsa fleiri svona nytsama hluti er hægt að versla þarna.

Farið endilega þarna inn og skoðið. Þið finnið ekki margar svona frábærar jólagjafir:) 

Og þessar jólagjafir gleðja.  Til langs tíma:)  Ekki bara þann sem fær sendinguna (geit, maís eða hvað sem þú ákveður að kaupa) heldur þann sem þú gefur gjafabréfið og svo ekki síst þig af því að þú veist að þú ert að gera góða hluti. Og þá líður manni alltaf betur á sálinni. 

Þetta er það sem skiptir máli. 

Munið

http://multikulti.web.is

Megið þið svo njóta aðventunnar:)

 


Kærleikur

Eitt mest misnotaða orð í íslenskri (og reyndar á fleiri tungumálum) er orðið að elska.  Hver kannast ekki við að börn "elski" að fá nammi eða "elska" ákveðin lit. Meira að segja fullorðið fólk "elskar" að fara út að borða góðan mat eða fara í ferðalög eða einhver önnur veraldleg gæði.

Er það skrítið þegar pör eru farin að veigra sér við að segja að þau elski hvort annað. Eða að fólk átti sig ekki alveg á meiningu orðsins í samböndum.

Sjálf hef ég alveg skýra meiningu á þessu.  'I stað þess að tala um að elska (í þessari grein) tala ég þá frekar um að bera kæran hug til eða að vera annt um einhvern.

Enginn efast um þá kærleikstilfinningu sem foreldrar (flestir sem betur fer) bera til barna sinna.  Þessi tegund kærleika er óeigingjarnasta tegundin. Við viljum allt til gera til að þau geti dafnað sem best.

Svo kemur að tilfinningum para. Hvenær elskar kona mann og maður konu? Eða með öðrum orðum hvenær ríkir sannur kærleikur milli para?

Nú ætla ég ekki að halda því fram að ég sé sérfræðingur í þessum málum.  Ég veit hins vegar algerlega hvað ég vil finna í maka mínum. Þ.e. hvaða tilfinningar eiga að vera ríkjandi til að ég geti kallað það "sanna ást"

Mín skilgreining:

Við erum hvort öðru náin.   (Þýðir ekki að það slitni ekki slefið á milli okkar heldur að við finnum nándartilfinninguna jafnvel við það að hugsa um viðkomandi)

Við virðum hvort annað eins og við erum.   (Og það sem meira er: Ég verð að virða hann eins og hann og ég verð að virða MIG eins og ég er og það sama gildir um hann)

Við þekkjum takmörk hvors annars. (Gallar eru bara það. Með því að virða þá verða þeir ekki lengur gallar heldur hefur viðkomandi takmörk sem mér ber að virða).

Við berum fullt og ótakmarkað traust til hvors annars.

Við berum mjög hlýjar og kærar tilfinningar til hvors annars.

Á milli okkar ríkir sönn vinátta.

Við gerum okkur bæði grein fyrir að við erum sjálfstæðir einstaklingar og reynum ekki að lifa í gegnum hinn aðilann. 

Og við verðum sjálf að bera ábyrgð eingöngu á okkur og okkar tilfinningum.  Við berum ekki ábyrgð á hvort öðru þó við reynum að styðja við hvort annað. 

Hjá mér skiptir þetta öllu máli að þessir hlutir séu til staðar.  Ég hef fundið þetta og kem aldrei til með að sætta mig við annað, hvaða ramma annan sem við makinn og ég kjósum svo að setja utan um sambandið eða samskipti okkar. Það kemur engum við nema okkur og við erum þau ein sem þurfum að vera sátt.   En þessar tilfinningar eru þess virði að hlú að þeim og varðveita þær.  Ég mun sjálf gera allt sem ég get (ekki misskilja "allt sem ég get" það er ekki verið að tala um að færa óeðlilegar fórnir heldur allt sem ég get gert án þess að það valdi mér einhverri vanlíðan eða sársauka.  Einu sem ég myndi fórna öllu fyrir væru börnin mín).

Ef þú lesandi góður nærð að finna þessar tilfinningar til einhverrar annarar manneskju mundu þá að hlú að þeim bæði í blíðu og stríðu og kannski einmitt ekki síst í stríðu.  Þetta er ekkert sem er auðfundið og taktu á móti þessari gjöf sem að þér er rétt með kærleika og virðingu. Ekki bara gagnvart viðkomandi manneskju heldur ekki síður gagnvart þessari tilfinningu.  Þetta eru mestu auðæfi þessa heims.  Allt annað kemst ekki nálægt þessum auðæfum.  Og veraldleg auðæfi eru einskíss virði miðað við þetta.

Að eiga slíkan ástvin að í erfiðleikum er ómetanlegt.  Að styðja við slíkan ástvin þegar hann á í erfiðleikum er ómetanleg gjöf til mín.

Jafnvel þó ég fengi aldrei að sjá aftur viðkomandi einstakling sem ég bjó þennan sess í mínu hjarta þá gæti ég ekki verið annað en óendanlega þakklát fyrir þessa gjöf sem hann gaf mér.  Hún er ómetanleg.  Hún hefur kennt mér svo margt og fært mér svo mikla gleði.  Á meðan hún er enn til staðar mun ég hlú að henni sem mest ég má.  Á hvaða vegu er það sem engir aðrir en við tvö getum ákveðið saman með sátt og virðingu.


Götu-gremja

Þetta orð "götu-gremja" varð til einhvern tíma þegar við maðurinn minn vorum að ræða um umferðarmenningu hér á landi. Orðið er einhvers konar þýðing á hugtakinu road rage.

 Okkur fannst báðum að þetta orð væri lýsandi fyrir umferðarmenninguna hér.  Fólk er mjög óþolinmótt í umferðinni og ekki ber neitt mikið á tillitssemi. Auk þess virðast ekki gilda neinar sérstakar samhæfðar hefðir eða reglur hér í umferðinni nema sú eina regla margs bílstjórans að hann sé að flýta sér og þurfi því ekki að sýna öðrum tillitssemi.  "Hinir" verða að víkja, andsk... slóðarnir.....

Maður heyrir oft að umferðin sé svakalega frek í sumum löndum Evrópu eins og Frakklandi, Ítalíu, Spáni og víðar. 

Sjálf er ég búin að keyra mikið í og um þessi lönd.  Og get vissulega samþykkt það að já það er ákveðin frekja í gangi.  Já og hávaði og flaut.

En hún fer eftir mjög fastmótuðum reglum. (Annað en hér). 

Það þykir t.d. mjög eðlilegur hlutur að hleypa bílum inn í umferð og fer það algerlega eftir reglum.  Þú sýnir að þú vilt komast inn í röðina. Ef þú sýnir það ekki fara bílar fyrir aftan þig að flauta á þig. Þannig nebbar maður sér áfram aðeins þar til (yfirleitt mjög fljótlega) einhver  hleypir þér inn á akreinina. 

Hér á landi verður maður annað hvort að láta sér lynda að bíða þar til einhver miskunnsamur (fámennur hópur) hleypir manni á akreinina eða hreinlega að troða sér með tilheyrandi áhættu á að valda árekstri. 

Bæði hér á landi og í Evrópu gilda þær sjálfsögðu reglur að það á að stoppa við gangbraut til að hleypa gangandi yfir götuna.  Bæði á Spáni og á Ítalíu taka bílstjórar þetta mjög alvarlega. 

Hér á landi er það (enn mjög) fámennur hluti ökumanna sem virða þennan rétt. Jafnvel þó ökumenn yrðu felldir á verklegu ökuprófi fyrir að hundsa þetta.

Í Evrópu eru mótorhjól meira virt í umferðinni en gildir hér á landi. Líklega afþví þeir eru vanari hjólunum allt árið um kring. 

Hér virðast ökumenn bifreiða ekki átta sig á að mótorhjól á rétt á og þarf nákvæmlega jafnmikið pláss á götunni og bíll. 

Í Evrópu er keyrt á ytri akrein nema þegar verið er að taka fram úr. Og ef maður er staddur á innri akrein og einhver vill komast þar að þá víkur maður að sjálfsögðu eins fljótt og maður kemur því við.

Hér á landi er sikksakkað milli akreina og ef einhver vill komast hraðar eftir innri akrein er eins víst að sá sem er á undan hægi bara á sér svona rétt til að sýna hinum að vera ekki  með einhverja stæla gagnvart honum..... Hann var þarna á undan þér.....

Stundum held ég að íslenskir ökumenn fái útrás fyrir alla sína reiði og gremju á götum landsins.  Það er flautað, svínað, blótað og troðist eins og hver best getur. 

Losum okkur við götu-gremjuna og reynum að temja okkur tillitssemi og bros í umferðinni. Það hressir bætir og kætir auk þess að draga úr alvarlegum umferðarslysum. 


Lægra fasteignaverð en lánin hafa hækkað.

Þetta er sorgleg staðreynd.

Raunvirði fasteigna er lækkandi (ef eignir á annað borð ná að seljast) og á sjálfsagt eftir að lækka meira. 

Raunvirði fasteignalána er hins vegar hækkandi. Og það all hressilega.

Tökum dæmi.

Hjónin X og Z keyptu stærri íbúð um mitt ár 2007.  Íbúðina keyptu þau á 28 milljónir. 

Þau fengu 7 milljónir fyrir gömlu íbúðina sína og tóku því lán upp á 21 milljón. Verðtryggt lán að sjálfsögðu.  Í dag er lánið komið upp í tæplega 28 milljónir.  

En íbúðin? Ef hún myndi þá á annað borð seljast? 

10% nafnverðslækkun þýðir 25, 2 milljónir. 

Sem sagt 7 milljón krónur hafa fuðrað upp á rétt tæplega tveimur árum. 

Skyldi þetta vera eina fjölskyldan sem hefur horft á eftir eignum sínum á þennan hátt?

Nei því miður. Það er stór hluti íslenskra fjölskyldna sem þarf að horfast í augu við það að eiga ekkert eftir nema skuldirnar. 

Meira að segja þeir aurar sem höfðu verið settir inn á viðbótarlífeyrissparnað hafa rýrnað. Í sumum tilfellum ansi mikið. 

En samt er ætlast til að fólk taki þessa fáu aura sem eru eftir til að geta haldið áfram að borga af láni sem er hærra en eignin á bak við það.  Borga það sem eftir er ævinnar fyrir verðtrygginguna og ofurvextina sem hér hafa ríkt. Borga niður ævintýri útrásar-víkinganna. 

 


mbl.is 46% raunlækkun fasteigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattahækkanir í eigu sjálfstæðismanna

Mig langar að spyrja Sigurð Kára um það hvaða flokkur var í ríkisstjórn seinni hluta ársins 2008 þegar tekin var ákvörðun um að hækka launaskatta úr 35,72% upp í 37,2%?

Voru það vinstri grænir? 

Nei það voru sjálfstæðismenn sjálfir sem tóku ákvörðun um þessa skattahækkun.

Og reka svo upp ramakvein um að það séu bara vinstri grænir sem vilji hækka skatta. 

Ég vil líka spyrja Sigurð Kára hvernig hann og hans flokkur ætla að fara að því að ná endum saman hjá ríkissjóð eins og þeir sömdu við AGS að gera. Þ.e. draga saman í ríkisútgjöldum.  Já það voruð þið sem sátuð við stjórnvölinn þegar AGS kom hér inn og þið sömduð við hann um að minnka hallann á ríkissjóð. 

Það eru ekki til margar leiðir til þess. Það er hægt að draga úr útgjöldum. Það er hægt að hækka skatta. Það er hægt að selja eignir ríkisins (en eignirnar skila margar hverjar góðum tekjum í ríkissjóð þannig að það er eins og að henda krónum til að spara eyri).

Hvaða leið ætlið þið að fara?

Ætlið þið að selja bankanna aftur einhverjum einkavinum?

Ætlið þið að skera niður heilbrigðisþjónustu? 

Ætlið þið að skera niður í menntamálum?

Hvernig á að vera hægt að skera meira niður í þessum tveimur málaflokkum en orðið hefur?

Það hefur verið skorið niður fé til reksturs framhaldsskóla í jafnmörg ár og ég hef kennt. Og á síðustu mánuðum ykkar í stjórn kom skipun um 10% niðurskurð á næsta skólaári þrátt fyrir að vitað sé að aðsókn komi til með að aukast m.a. vegna vaxandi atvinnuleysis ungs fólks.

Og sjúkrahús hafa orðið að loka heilu deildunum á sumrin vegna niðurskurðar og skorts á rekstrarfé. 

Hvar ætlið þið að ná í peninga til að standa undir rekstri ríkissjóðs?

Það er auðvelt að standa og þusa um aðgerðir annarra en erfiðara að horfast í augu við eigin mistök og eygja enga leið til að leiðrétta þau. 

Því ástandið í þjóðfélaginu er ykkar stjórnháttum að kenna. Þið sátuð við stjórnvölinn og báruð þess vegna ábyrðina. Jafnvel þó þið neitið því. 

 


mbl.is Tekist á um skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki best að við sjáum um þetta sjálf?

Loksins kemur að því að hagsmunasamtök heimila landsins vilja fara að gera eitthvað róttækara en hingað til hefur verið boðið upp á til að leiðrétta þá gríðarlega óréttlátu eignaupptöku sem átt hefur sér stað hér undanfarna mánuði.

Alveg frá því fyrri hluta árs 2008 hefur verðbólgan brunað hér áfram og valdið gífurlegri eignaskerðingu á þeim fasteignum sem við nýtum sem heimili (reyndar á öðrum fasteignum líka). 

Auðvitað á það að vera alveg deginum ljósara að við eigum ekki að borga ein af þessu verðbolgu skoti. Heimili okkar eru skv. stjórnarskrá friðhelg og það er eignarréttur okkar líka. 

Sjálf vil ég meina að vegna þessa þá standist það ekki stjórnarskrá að hægt sé að framkvæma svona eignaupptöku. Því þessi aukning á skuldum okkar vegna fasteignakaupa er ekkert annað en eignaupptaka. 

Ég vil ekki niðurskurð á skuldum. Ég tók höfuðstólinn að láni. Og samþykkti á hann 4,75% vexti.  Ég var meðvituð um það. Og þetta var gert að fengnu greiðslumati hjá viðurkenndum aðilum. 

En það sem kemur þar ofan á þ.e. verðtryggingin er eitthvað sem við eigum að geta fengið leiðrétt. Annað er ekki sanngjarnt.  Verðtryggingin rýrir eignarrétt okkar umfram það sem eðlilegt er. Og þar á leiðréttingin að fara fram.

Ekki með greiðsluaðlögun. Ekki með flötum niðurskurði. Heldur með því að afskrifa þær verðbætur sem bæst hafa ofan á lánin síðastliðið ár eða svo. 

Heimilin og bankar/lánastofnanir eiga að sjálfsögðu að semja um þetta mál með aðkomu stjórnvalda. En það er okkar að semja um þetta sem heild.  Og ég ætla enn og aftur að benda á það að hér á landi gilda samningalög þar sem m.a. er kveðið á um að ólöglegt sé að halda frammi ákvæðum í samningum sem augljóslega séu ósanngjörn.

Ef ekki semst eigum við að sjálfsögðu að fara með þetta fyrir dómstóla. 

Og ef íslenskir dómstólar sjá ekki óréttlætið í þessu þá eigum við að fara með þetta fyrir mannréttindadómstólinn. 

Og það er reyndar það sem ég vil sjá gerast.  Þannig að hin óréttláta verðtrygging lána verði afnumin. 

 


mbl.is Málsókn til varnar heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 802

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband