Viljum við það?

Bjarni Ben. segir að við viljum vera fyrir utan ESB. Hann talar reyndar ekki þarna fyrir munn allra. Hann talar t.d. ekki fyrir mig. Ég vil vera innan ESB.  Ég geri mér hins vegar fulla grein fyrir að það eru ekki endilega allir sammála mér.  Ég geri mér líka fulla grein fyrir því að ég get ekki tekið fullkomlega endanlega ákvörðun um hvað ég vil fyrr en öll spil liggja á borðinu. Bæði af hendi íslenskra stjórnvalda og af hendi ESB. Hvað þurfum við að láta frá okkur og hvað fáum við í staðinn.

Þess vegna slær mig setning Bjarna um að fyrr eða síðar sé það lýðræðislegt að þjóðin fái að segja sína skoðun á málinu.

Hvernig væri að það væri fyrr en seinna. Er það ekki lýðræðislegt að við fáum að segja okkar skoðun frekar fyrr en seinna? Ég reyndar tel að ég hafi fullan rétt á að segja skoðun mína hér og nú. 

Ég vil aðildarviðræður í gang strax þannig að þjóðin geti sem fyrst tekið meðvitaða ákvörðun um hvort hún vill inn eða ekki.  Því fyrr því betra. 

Vangaveltur um hverju við þyrftum að fórna og hvað við fengjum í staðinn eru jú bara vangaveltur og engar staðreyndir fyrr en þær liggja á borðinu.  Fáum allt upp á borð og kjósum um málið sem fyrst.

Ef við viljum inn þá þurfum við einhvern aðlögunartíma.

Ef við viljum ekki inn þá getum við lagt umræðuna til hliðar og einbeitt okkur öðrum leiðum sem hugsanlega væru fyrir hendi.


mbl.is Bjarni Ben: Við viljum vera fyrir utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Bjarni Ben er að tala fyrir munn þeirra sem eru með "silfurskeiðar" í munninum og eru hræddir við að missa þær. Aukinn jöfnuður þýðir færri silfurskeiðar og svo er ég ekki viss um að öll sérréttindin fái að halda sér innan ESB. Það er svo miklu betra að hafa kerfið lokað svo hægt sé að hafa alla kjötkatlana á sínum stað.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2009 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 786

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband