30.5.2010 | 18:58
Jæja...
þá er ég komin til Svíþjóðar.
Dagarnir hafa liðið mjög hratt eftir að farið var af stað á þriðjudaginn.
Ferðin gekk vel og við vorum komin á hótel í Óðinsvéum um fjögurleitið. Veðrið var eins og sæmilegt íslenskt sumarveður nema bara án rigningarinnar. Svona létt ský og tæplega 20°C. Við fórum í smá göngutúr út á göngugötu og svo inn á Froggies..........
Á miðvikudeginum var farið eldsnemma á fætur. Við fórum beint til Tornbjerg Gymnasium. Þar var tekið vel á móti okkur. Síðan var farið að vinna. Klukkan 2 var öll mín athygli komin eitthvert annað en við samræður um hvernig tværfaglig samarbejde ætti að fara fram. (Anna segir að ég hafi athyglisbrest en ég segi að gáfnafar mitt krefjist einhvers með meiri skerpu og tilbreytingu.....)
En ég tók sko vel eftir þegar skólastjórinn sýndi okkur nýbyggingu skólans þar sem verið er að stækka skólann úr rúmlega 500 nemenda skóla upp í 800 - 850. Skólinn sem leggur ekkert sérstaka áherslu á raungreinar fær 14 nýjarraungreinastofur. 14!!!! 4 þeirra eru fyrir efnafræði, 4 fyrir eðlisfræði og svo er bioteknik, biologi, biooptik og hvað þetta allt hét...... Við í Flensborgarskóla fannst flott að fá 4 nýjar raungreinastofur í allt fyrir jafnstóran skóla. Dönum finnst nefnilega vera fjárhagslega hagkvæmt að fjárfesta í skólum til að tryggja góða menntun. Eitthvað sem virðist MJÖG erfitt fyrir íslenska ráðamenn að skilja.
Á fimmtudagskvöldinu var okkur boðið í mat til eins kennarans. (Það eru miklu fleiri kennarar karlkyns í Danmörku en á Íslandi) Hann og kona hans búa í gömlum skóla úti á landi þar sem þau eru að innrétta gallerí og lítinnkonsert sal. Rosalega flott. Gestgjafarnir mjög skemmtileg og það skal viðurkennt að mörgum reyndist erfitt að vakna daginn eftir. Hópurinn var frekar rislágur.
Kaupmannahöfn á laugardeginum. Leitað að bar til að horfa á Eurovision. Fundum einn íslendskan. Stærsti gallinn var að fólk mátti reykja þar inni. Oj bara
En í dag kom ég til Svíþjóðar
Hér ætla ég að vera hjá henni Deisu vinkonu minni. Við ætllum að gera alveg fullt af skemmtilegum hlutum um leið og ég nenni. En fyrst ætla ég að sofa út vel og lengi í fyrramálið......
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl systir, góða skemmtun í útlöndum og ég tek undir Óla og Olgu, gerðu ekkert sem þú vildir ekki að börnin þín gerðu. T.d. eins og fara ein yfir til Marokkó o.fl. Kærar kveðjur
Lilja Ólafs (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.