29.1.2010 | 19:24
Ný notkun á eldra orði......
Ég var eiginlega búin að blogga það sem ég ætlaði mér í dag. En svo lenti ég í svo skemmtilegum umræðum vð kaffiborðið í vinnunni. Ég vinn með svo gríðarlega skemmtilegu fólki.
Umræðan snerist um kvenleg málefni eða um tíðir og tíðarverki og annað tengt hormónum okkar. Karlarnir satu í sínu horni og voru að reyna að leysa Icesave deiluna rétt eina ferðina enn. Við ræddum meðal annars hversu misjafnt þetta leggst nú á okkur kvenfólkið og eins gott að þetta legðist ekki á karlana þar sem þeir væru þá ábyggilega ekki hæfir til þess að bera þessa raun.
Mér datt í hug að segja þeim frá hugmyndum Echart Tolle um sársaukalíkamann og hvernig hann vildi m.a. meina að við gætum valið að dvelja í sársaukanum. Hann var einhvern tímann beðinn um að útskýra hvernig stæði þá á þeim verkjum og vanlíðan sem hrjá margar konur bæði með blæðingum og svo í tíðarhvörfum.
Tolle átti að sjálfsögðu svör við þessu og talaði um að þarna kæmi líka inn s.k. menningarlegur sársaukalíkami. Að þessi óþægindi kvenna byggðu m.a. á þessum menningarlega grunni.
Nú er ég að fara mjög grunnt í Tolle og ekki gera honum nægilega góð skil enda var þessu bara svona slegið fram í umræðunni.
Ekki stóð á viðbrögðum hjá hópnum. Umræðurnar flugu af stað.
Sumar vildu reyna að útskýra þetta m.a með því að meðan við töldumst enn vera frumstæð var kona talin óhrein á meðan hún hafði á klæðum (svo gríðarlega pent orð).
Ein sagði frá því að einhvers staðar í Nepal eða þar nálægt væri því þannig háttað að konur færu burt úr aðalþorpinu yfir í annað minna þar sem þær dveldu á meðan og skildu börn og bú eftir hjá körlunum á meðan. Mörgum fannst ástæða til að skoða þennan sið betur.
Mikið skemmtum við okkur yfir þessari umræðu.
Og best af öllu var þegar við fórum á flug í nýyrðasmíðinni.
Nú hringjum við ekki inn til að tilkynna forföll vegna blæðinga.
Nú hringjum við inn til að tilkynna að við séum í menningarsjokki
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frænka, skemmtilegar umræður sem farið hafa þarna fram.
Hallgrímur Óli Helgason, 29.1.2010 kl. 20:22
BARA gott blogg Dagrún...já og eins gott að karlmenn þurfi ekki að bera marga verkina sem við konur þurfum að bera..því að þá myndi karlkynið deyja út
Anna Soffía (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:04
Sælar!
Skemtileg færsla hjá þér! Dáldið gaman að þessum þjóðflokk í Nepal,að konurnar fari úr þorpinu á meðan stendur þannig á hjá þeim.Veistu, ég held að það hafi verið karl sem fann þessa aðferð út. Til að losna við konuna í nokkra daga.
Með kveðju og þökk
Halldóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 30.1.2010 kl. 16:35
innlitskvitt
skemmtileg umræða
Sigrún Óskars, 30.1.2010 kl. 16:44
Hvað segirðu Hallgrímur er ég frænka þín??
Og takk fyrir hrós um skrif mín
Umræðan er oft fjörug á kaffistofunni og skemmtilegast þegar við náum henni úr Ices(l)ave- umræðunni.
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 30.1.2010 kl. 17:45
Já Dagrún ég er á kafi í ættfræði og kalla víst alla frænka og frændi sem skyld eru mér út frá langöfum og langömmum, en langafi minn Indriði Kristjánsson var bróðir langalangafa þíns Friðfinns Kristjánssonar, ef þú hefur áhuga á ættum okkar getur þú séð niðjatöl mín á síðunni minni, þar er meðal annars niðjatal Kristjáns Hallssonar föður þeirra Indriða og Friðfinns, ég er frá Húsabakka í Aðaldal, flutti til Bolungarvíkur 1980 og hef búið hér síðan.
kveðja Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 31.1.2010 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.