Sköpunarverk

Ég var að spjalla við kunningja minn í gærkvöldi (sem er svo sem ekkert í frásögu færandi) þega upp kom umræðan um Halldór Kiljan Laxness. Við mundum hvorugt hvað hann hafði heitið áður en hann tók sér þetta nafn.  En það sem upp úr stóð var að H.K.L. skapaði sig sjálfur í þeirri mynd sem hann vildi vera.  Kunningji minn kom með enska tilvitnun sem myndi vera þýdd einhvernveginn svona: 

Þetta er ekki spurningin um hvernig þú fæðist heldur hvernig skapar þú sjálfa/n þig.

Ekkert ólíkt annarri speki sem ég hef oft heyrt: Það er ekki spurningin um hver eða hvað þú ert heldur hvernig manneskja viltu vera.  

Sem sagt:  Við erum bara okkar eigið sköpunarverk. 

Jújú. Vissulega mótumst við af foreldrum og barnæsku.  Og mörg okkar eiga mjög erfitt með að koma sér upp úr eymd æskunnar.  Ég virði það fulkomlega. Það er ekki auðvelt fyrir alla að ná því sem þeir vilja vera. 

En eftir stendur að valið er okkar og engra annarra. Við getum kosið að lifa í eymd eða einmanaleika eða í óhamingju og við getum kosið að gera það besta úr því sem að okkur er rétt. 

Ég vil allavega reyna að taka vel á móti því góða sem að mér er rétt og því slæma kýs ég að gera eins gott úr eins og mögulegt er.  Ekkert er svo slæmt að ekki fylgi því eitthvað gott. 

Megið þið njóta aðventunnarSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband