Gefum von inn í framtíðina

Á Indlandi er þorp eitt sem heitir Thorapadi.  Þar er nú verið að taka í notkun munaðarleysingjahæli fyrir drengi. Þetta munaðarleysingjahæli hefur verið reist fyrir íslenskt söfnunarfé og þar munar mest um framlög frá Grundarsjóð annars vegar og svo Actavis hins vegar.  En auk þessara hefur fjöldi einstaklinga (sem vilja helst ekkert láta þess getið opinberlega hver þau eru) lagt hönd á plóginn með misstórum framlögum.

Nú um þessar mundir eru fyrstu drengirnir að flytja inn.  Líklega verða þeir 25 talsins. 

Þessir drengir eru munaðarlausir.  Þeir hafa ekki getað leyft sér að vera með neinar væntingar um að einhver rétti þeim hjálparhönd og oft þurft að leggjast til svefns án þess að geta vænst þess að einhver gefi þeim matarbita daginn eftir. Flestir þeirra hafa samt lagst til svefns og vonað að þeir fengju einhvern smábita hvernig sem sá biti kæmist til þeirra. 

En nú höfum við tækifæri til að gefa þessum drengjum von um meira en bara matarbita. Við eigum möguleika á að gefa þeim von um betri framtíð en dagurinn í dag hefur fært þeim. 

Til þess vantar okkur nokkra stuningsforeldra í viðbót.  Stuðningsforeldri borgar 2500 krónur á mánuði. 

Sá peningur dugir til að borga skólagjöld, fæði, klæði, þak yfir höfuðið og svo umsjónaraðilum heimilisins laun. 

Ég vona að einhver sem les þennan pistil sé tilbúinn til að gefa einum dreng von inn í framtíðina. 

Jafnvel þó núið sé það eina sem við höfum í augnablikinu er það vonin sem færir okkur framtíðina.  Hana á að byggja á kærleika. 

Megið þið njóta aðventunnar með von í hjarta. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband