9.4.2009 | 11:46
Aumingjahrollur
Slæmt var það þegar sjallinn þurfti að skila styrknum frá Goldfinger. Og ekki skánar þetta við nýjustu fréttir af styrkjamálum þessa flokks.
Jafnvel þó ég vorkenni þeim ekki baun í bala get ég ekki varist þess að fá aumingjahroll þegar ég fylgist með forystumönnum þessa flokks núna þessa dagana.
Slæmt var það þegar Davíð var einvaldur en ekki virðist þetta batna mikið.
Ég veit reyndar ekki hvað mér gremst mest við þessar fréttir.
Það að enginn vill kannast við að eiga einhvern þátt í málinu.
Það að þeir skuli yfirhöfuð hafa látið sér detta til hugar það gríðarlega síðleysi sem þetta að þiggja svona háa styrki korteri áður en frumvarp um hámarksstyrki á að taka gildi.
Það að þiggja 25 milljónir frá Landsbankanum án þess að stjórnamönnum bankans væri tilkynnt um þetta. Hvað fengu bankastjórarnir í staðinn fyrir styrkinn?
Eða það að þeir skuli svo láta fárveikan fyrrverandi formann taka alla ábyrgðina þar sem hann er staddur í Hollandi í krabbameinsmeðferð. Þeir sem sagt víla sér ekkert við að sparka í liggjandi mann.
Og svo ætla þeir að skila peningunum. Hvernig ætla þeir að útvega 55 milljónir bara sisona til að endurgreiða þetta? Úr sársveltum ríkissjóð?
Mér finnst að þeir ættu allir sem einn að skammast sín. Það þarf enginn að segja mér að svona háum upphæðum hafi verið laumað þegjandi inn.
Skammist ykkar bara! Hvers vegna ætti þjóðin að treysta ykkur í komandi kosningum? Þið hafið sko ekki sýnt okkur að þið séuð traustsins verðir.
Ég sit uppi með 30% aukingu á skuldum mínum vegna ykkar vanhæfni. Allar mínar áætlanir orðnar að engu vegna ykkar vanhæfni. Börnin mín bæði atvinnulaus vegna ykkar vanhæfni. Ég get ekki lengur lifað á dagvinnulaunum mínum vegna ykkar vanhæfni.
Og hvað gerið þið? Eruð með málþóf á þingi í stað þess að sætta ykkur við orðinn hlut og reyna að snúa ykkur að þarfari hlutum.
Ég vil reyndar mæla með að ef þið vilduð einu sinni gera eitthvert örlítið góðverk (vitið þið annars hvað það orð þýðir?) þá setjið líka sambærilega upphæð til styrktar t.d. mæðrastyrksnefndar eða samhjálpar eða annara góðgerðarsamtaka sem hjálpa þeim verst stöddu að kaupa sér matarbita.
Skilað til lögaðila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú spyrð Dagrún; "Hvað fengu bankastjórarnir í staðinn fyrir styrkinn?" Það skyldi þó ekki hafa verið lánstraust Íslands á silfurfati.
Magnús Sigurðsson, 9.4.2009 kl. 11:58
Heil og sæl Dagrún.
Það er lámarkskrafa sem ég geri til þín að þú sért farir rétt með. Það var þinn flokkur Vinstri Grænir sem fengu styrkinn, og ætluðu að skila styrknum til baka hafa ekki enn skilað honum til baka..
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 9.4.2009 kl. 12:09
Svona þegar þú segir það þá hljómar það mjög sennilegt. Og líklega leyfi til að setja framtíðartekjur mínar að veði (svona að mér forspurðri)
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:10
Minn flokkur heitir ekki Vinstri Grænn. Ég er óflokksbundin og hef allatf verið. Er heitur stuðningsmaður þess að fá að velja persónur á þing en ekki flokka. Ef fleiri flokkar eru með svona óhreint í pokahorninu vil ég líka vita af því.
Sjallinn fékk hins vegar styrkina og enginn þar sem hefur mótmælt því þó þeir þykist ekki hafa hugmynd um hvernig hann komst í vasa þeirra.
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:14
Heil og sæl Dagrún.
Þín svör svara ekki minni spurningu. Varðandi framtíðartekjur ég held að þú sér of hugguleg til þess.
Jóhann Páll Símonarson
Jóhann Páll Símonarson, 9.4.2009 kl. 12:19
Og hvernig á ég að auka tekjur mínar með því einu að vera hugguleg?
Hver var spurning þin? Um styrk til vinstri grænna? Ef þeir hafa þegið háa styrki frá bönkun meðan þeir sátu í ríkisstjórn þá er það að sjálfsögðu alveg jafn ósiðlegt og þegar sjallinn gerði það. Og jafnvel þó þeir hafi ekki verið í stjórn. Allir stjórnmálaflokkar eiga að vera með styrki sína upp á borðinu.
En ég endurtek. Ég vil ekki hafa flokksbundið þing hér. Ég vil persónukjör.
Og ég er jafnreið Ögmundi fyrir að vilja lækka laun á spítölum eins og ég var reið Guðlaugi fyrir það. Einhvern vegin hef ég grun um að það verði ekki laun lækna sem lækka mikið heldur laun þeirra sem minnst mega sín.
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.