Fer ekki fet!!

Einhvern veginn kom það mér ekki á óvart að Davíð Oddsson skildi ekki vilja víkja úr stjórn Seðlabankans.  Þessi aumingja maður virðist svo gjörsamlega ekki búa í sama heimi og flest allir aðrir íslendingar.  

Eftir því sem hann skilur hlutina best sjálfur hefur allt gott sem íslendingar hafa fengið á undanförnum áratugum komið frá honum og úr hans smiðju.    Hann gerði ekkert rangt.

Ég ætla ekki að telja upp allt það sem við gátum fundið störfum hans til foráttu þar sem við sátum saman hópur í vinnunni og flissuðum yfir bréfinu sem hann sendi.  Enda vorum við svo sem ekki alveg sammála um það öll hvað væri beint hans sök og hvað ekki.

En eitt vorum við sammála um.  Hann hagar sér enn eins og alltaf eins og óþekkur krakki sem fer í ham þegar hann fær ekki það sem hann vill eða finnst aðrir en hann vera ósanngjarnir.  Hann hefur  alltaf frá 1. degi sínum sem stjórnandi Reykjavíkurborgar og fram á daginn í dag verið svo sannfærður um að hann eigi að fá að hafa hlutina eins og hann vill og allt annað er bara frekja og skrílsháttur. Hann veit jú best og okkur skrílnum er hollast bara að þegja

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er voða skrítið með blessaðann kallinn hann Dabba ,að hann heldur alltaf að hann sé einræðisherra ,en hann er það ekki eins og við vitum ,og á hann þá ekki að fara eftir því sem honum er uppálagt ,allavega ef mér væri sögð upp vinnan þá væri ég ekki í henni áfram  það er alveg víst .

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég segi nú bara eins og Jóhanna, hef annað við tímann að gera að jagast um Davíð

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband