Mótorhjólamennska og fleira

Bara láta ykkur hjólafólk á Íslandi vita að hjólamennska er f.......  dýr hér í Svíþjóð.  Hjálmar eru rándýrir, föt eru líka rándýr og úrvalið bara lélegt.  En það má fá góðar töskur, bæði sissybar töskur og tanktöskur fyrir 5 - 8000 krónur.  Eina sem var á góðu verði. 

Hjólin eru líka dýr.  Ég fann hjól eins og mitt, álíka mikið keyrt en tveimur árum yngra. Það kostar tvöfalda þá upphæð sem ég borgaði fyrir mitt. Áts!! 

Tvennt finnst mér slæmt: 1.  Þeir nota lítið af hjálmum með opnanlegum kjálka. Eru hins vegar mjög mikið með heila hjálma.  2.  Og hjálmar í minnstu stærðunum eru yfirleitt ekki seldir í dýrustu útgáfunum afþví þeir eru yfirleitt "bara fyrir" konur og þær eru jú "oftast bara farþegar"... Ojjojjojj.

Annars er það fullt sólarhring prógram að vera hér í heimsókn.

Alltaf eitthvað um að vera.  Í dag fórum við út á bryggju að skoða Austur Indía farið sem er gullfalleg seglskúta sem er byggð nákvæmlega eins og gömlu seglskúturnar sem sigldu til Indíu frá Svíþjóð.  Það var allt fullt af fólki vegna þess að skútan var að sigla af stað til Stokkhólms.  Þeir voru líka búnir að lofa fallbyssu skotum við brottför.  Og stóðu við það.  Skutu 10 skotum. Og hávaðinn svo mikill að við óttuðumst um rúður í húsunum í nágrenninu. 

Svo vildi vel til að alveg í næsta nágrenni við bryggjuna er mikill sýningarsalur þar sem nú er í gangi mikil farandsýning sem heitir "And there were light".  Þarna eru m.a. sýndar myndir eftir Da Vinci. Ein þeirra er "La Bella Prinsipia".  Ein allra dýrmætasta mynd sem til er.  

Þetta er mjög skemmtileg sýning. Verst að hún kemur ekki til Íslands.  En hún er í hálft ár hér í Gautaborg og fer svo áframum heiminn, m.a.  til Þýskalands, Tokíó, London og á fleiri staði. 

Á morgun á svo að fara eldsnemma til Norrköping og eitthvað fleira.  Og skoða í leiðinni fleiri M.C-búðir......

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband