Að tjá sig

Við sátum fjórar vinkonur og vorum að spjalla svona um daginn og veginn eins og gengur og gerist.  Meðal annars sem var í umræðunni var áramótaskaupið og ýmislegt sem þar fór fram. Við hlógum að atriðinu þar sem konan bað um kattartungur og var vísað á kjötborðið.

Út frá þessu skapaðist umræða um orðfæð í íslenskri tungu.  Ýmis orð sem okkur eru töm en börn og unglingar þekkja ekki. Kannski finna þau önnur orð. Kannski nota þau bara eitthvað annað en orð. 

En það sem mér fannst best í umræðunni var að ein vinkonan sagðist hafa bannað dætrum sínum að blóta á erlendu tungumáli.  Þ.e. þær máttu ekki nota orð eins og fokk eða sjitt. 

Hins vegar máttu þær alveg blóta á íslensku.  Þær máttu nota kröftug, kjarnyrt íslensk blótsyrði. 

Stundum tækju þær sig saman og færu alveg með romsu af íslenskum blótsyrðum. Bæði þeim sem þykja hvað hörðust og svo þau sem eru mýkri. 

Þar sem við sátum þarna fórum við að rifja upp slík blótsyrði sem við höfðum heyrt um ævina og skemmtum okkur hið besta við að rifja upp orð eins og bévítans, skrambans, árans og mörg fleiri orð. 

Við ákváðum að það væri svo mikið meira gefandi að blóta á hressilegri íslensku. Eins að við hefðum úr svo miklu fleiri orðum að moða í íslenskunni en bara þessi tvö fokk og sjitt.

Þannig að framvegis ætla ég að blóta á íslensku. 

Icesave er ekkert helvítis fokking fokk heldur helvítis bölvað klúður. 

Og árið í ár verður bara skrambi gott ár.

Megið þið njóta lífsins með ansans ári góða von í hjarta Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skemmtileg grein.  Gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir það gamla.

Jóhann Elíasson, 10.1.2010 kl. 14:44

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Takk fyrir það:)

Og sömuleiðis.

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 11.1.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband