Allt er breytingum háð

Stundum er gaman að horfa til baka og rifja upp hvernig hlutum var háttað fyrir svo sem eins og 30 árum eða svo.

Margt hefur breyst. Sumt finnst manni til hins betra og annað til hins verra. 

Ég man t.d. þegar ég var í framhaldskóla. Þá þótti ekkert annað sjálfsagt en að nemendur sinntu náminu af kostgæfni og væru ekki að vinna með námi.  Helst að þeir ættu þá að vera í einhverjum uppbyggilegum tómstundum eins og tónlistarnámi. Íþróttir áttu ekki að flækjast um of fyrir náminu. 

Núna vinna mjög margir unglingar með náminu. Námið er ekki lengur í fyrsta sæti og ég sem kennari hef t.d. fengið fyrirspurn frá nemanda sem vildi vita hvort hann gæti frestað prófi af því að hann þyrfti að vinna.  Þetta finnst mér vera breyting til hins verra.  

Nemendur sem eru góðir íþróttamenn eiga þess kost að fá námið aðlagað að iðkun íþróttarinnar þannig að þeir geti sinnt hvorutveggja eins og þörf krefur. Þetta finnst mér breyting til hins betra. 

Ég man t.d. þegar ég fór út með vinum mínum að skemmta mér og gleymdi tímanum þá gat mamma ekki með nokkru móti náð í mig í síma. Hún varð bara að bíða þar til ég skilaði mér.  Og ef hún sjálf þurfti að vera fjarri heimilinu var ekki auðvelt fyrir mig eða systkini mín að hringja til að gá hvenær hún kæmi heim eða hvað væri í matinn.

Ég hef hins vegar getað hringt í dóttur mína í hvert sinn sem hún gleymir tímanum. (Er reyndar hætt því núna enda dóttirin farin að búa).   Og dóttir mín hefur alltaf getað náð í mig frá því ég eignaðist fyrsta farsímann árið 1998.  Sonur minn var heppnari að því leiti að farsíminn kom ekki inn á heimilið fyrr en hann var orðinn 16 ára og hann eignaðist ekki eigin síma fyrr en einhverjum árum síðar. 

Kostir þessa nýja undratækis: það er alltaf hægt að ná í mig. 

Gallar þessa sama tækis: það er alltaf hægt að ná í mig.  Nema ég náttúrulega slökkvi á tækinu. Sem ég gleymi of oft að gera.

Þegar ég var unglingur voru engar tölvur.  Núna ætti ég erfitt með að sinna vinnunni ef ég hefði ekki þennan kostagrip.  Hins vegar kemur hún líka stundum í veg fyrir að ég hafi tíma til að sinna vinnunni afþví ég er að nota hana til einhvers annars óþarfa eins og t.d að skrifa þennan pistil. 

Netið (www) var heldur ekki komið. 

Og fólk kynntist hvort öðru á skemmtistöðum landsins.  Holliwood, Klúbburinn, Sigtún, Óðal og hvað þessir staðir hétu. 

Núna kynnist fólk ekkert síður á netinu.  Skemmtistaðakynni þar sem fólk er í mis annarlegu ástandi þykja ekki endilega æskileg lengur. (Ef þau voru það yfirhöfuð einhvern tímann). 

Mikið af daglegum samskiptum fólks fer fram í gegnum netið eða símann.  Mannleg samskipti eru farin að verða rafræn. Svo rafræn að það er varla að maður þekki lengur suma af þessum s.k. vinum þar sem maður hefur ekki séð þá öðru vísi en á mynd í langan tíma. Eða bara heyrt rödd þeirra gegnum símann.

Kostur: Dregur úr einangrun. Galli: Eykur einangrun. 

Ótvíræður galli: Of mikið af ungu fólki eyðir stórum hluta frítíma síns fyrir framan tölvuna í tölvuleikjum í stað þess að sinna hollari áhugamálum eða sinna náminu/starfinu. 

En lífið breytist. Það er óhagganleg staðreynd. Það hefur breyst frá örófi alda.  Einu sinni var maðurinn ekki til sem lífvera og einhverntíma í framtíðinn verður maðurinn ekki til sem lífvera. A.m.k. ekki á þessari jörð.  En kannski í hliðstæðum heimi? Hver veit? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Baukur

Merkileg niðurstaða að tæknin fái sömu kosti og galla :)

Þetta gæti verið afleiðing þess að fólk veigrar sér við að velja og ýtir ábyrgðinni frá sér.  Þú velur að upplifa þig ómissandi eða ekki.  þú velur að líta á símann sem stjórntæki, og svara þegar hann hringir, eins og það sé kylda.  Þeir sem eru "handalausir" án símanns eru háðir ytri stjórnun.  Þeir sem svara ekki alltaf, eiga enn frelsi og nýta símann á sínum forsendum, ekki forsendum þeirra sem hringja.

Og valið að sækja afþreyingu gegnum tölvur, sem bíður upp á multi-samskipti, versus að áður var bara hægt að sitja á einum klúbb í einu, er á kostnað þess að eiga vini, heldur lítt þekkta tengla.  Þess auki má hafa samskipti án tilfinninga og án ábyrgðar, og það er líklega aðalástæða þess að netið er að verða skemmtistaður unga fólksins. Óábyrg og tilfinningablind samskipti.

Haukur Baukur, 15.1.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Takk fyrir athugasemdina:)

Ég held að það sé alveg rétt hjá þér. Fólk veigrar sér við að velja.  

Eitt sem ég hef líka fengið nasasjón af er að fólk stundar svo kallað "Cybersex".

Sem ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvernig er hægt að fá nokkra ánægju útúr.....

En kannski er ég bara svona skrítin. Ég kýs að upplifa "sex" líkamlega en ekki lesa um það á msn þegar einhver karl er að þukla sig og fá fullnægingu... Er reyndar búin að blokkera viðkomandi áður en það kemur svo langt... Skyldi vera hægt að verða "Cyber - ólétt" ??

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 16.1.2010 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband