Allir karlmenn.......

Stundum rekst maður á blaðagreinar sem manni finnst svolítð skondnar þrátt fyrir að vera kannski lika svolítið alvarlegar eða þannig.... (Skiljið þig hvað ég er að reyna að segja?)

En allavega ég rakst á eina grein inn á visir.is

Greinin er á slóðinni

http://www.visir.is/article/20091203/FRETTIR02/951042614

(Veit vel að þetta blog tilheyrir mbl.is en ..... who cares anyway?)

Greinin segir frá könnun  á Bretlandi þar sem átti að kanna muninn á körlum sem skoða klám og þeim sem skoða ekki klám.  Sér til mikillar furðu urðu rannsakendur að breyta könnuninni því allir karlarnir virtust skoða klám.  Könnuninni var því breytt í hversu mikið skoða karlmenn klám.

Ok. Okkur konum kann að mislíka þessi niðurstaða. En sannleikurinn er sá að þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart.

Ég man t.d. eftir því þegar ég fann klámblöðin sem fyrri sambýlismaðurinn minn skoðaði reglulega.  Hann hafði falið þau vel undir vaskinum á baðinu. Og bara alger tilviljun að ég fann þau.  Þegar ég síðan sýndi honum hvað ég hafði fundið og spurði afhveju hefði aldrei hvarflað að honum að við gætum skoðað blöðin saman sem e.k. forleik brást hann hinn versti við.... (ég veit enn ekki afhverju nema ef vera kynni af ótta eða afþví að hann skammaðist sín og var að reyna að fela það.)

Ég man líka eftir því að hafa legið upp í rúmi og beðið í ofvæni eftir að seinni sambýlismaður minn kæmi í rúmið afþví að við ætluðum að gera þetta yndislega sem pör gera saman... (þið vitið..).  Og ég beið ansi lengi... hann var í tölvunni og ég hélt að hann væri að vinna.... svo ég læddist fram. Og getið hvað? Júbb.... hann var að skoða klámsíðu. Ok. Þarna var það ég sem brást hin versta við. Heit og tilbúin kona í rúminu og hann hékk á klámsíðum! 

Ég get hlegið að þvi í dag. En þarna fannst mér þetta sko alls ekki fyndið. 

Ég man líka þegar ég fann þetta hjá unglingssyni mínum,  í tölvunni hjá gömlum kærasta, og...og...og....    

Það sem mér finnst í raun verst í þessu öllu er hversu mikill feluskapur er í þessari neyslu karlmanna.  Allur svona feluskapur veldur flótta frá raunveruleikanum. Og það er síst það sem við þurfum. 

Ég ætla ekki að fara inn í umræðuna um hvort eða ekki klám eigi rétt á sér. Það er efni í mikið meira en eina grein. 

Mig langar hins vegar til að benda körlum á að vera hreinskilnir um þetta. Leyfið konunum að vita að þið eruð að skoða klám.  Afhverju? Jú afþví að feluskapurinn eyðileggur meira en klámið sjálft.  Það á við um allan óheiðarleika í samböndum. Ekki bara klámið.

Megið þið svo öll njóta aðventunnarSmile

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kvenlíkaminn er eitt það fallegasta sem til er á jörðinni. Afhverju að skammast sín fyrir að vilja horfa á hann?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Ég horfi hiklaust á karlmenn sem mér finnst fallegir og skammast mín akúrat ekkert fyrir það.  Mannslíkaminn (bæði karlar og konur) er mjög fallegt sköpunarverk.  

Umræðan um klám þarf hins vegar vera opnari. Þá kannski fer viðhorf til þess að breytast. Feluleikurinn er ljótur. Hann býr líka til gerviþörf sem minnir á fíkn. 

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 3.12.2009 kl. 22:15

3 Smámynd: Haukur Baukur

Athyglisvert, og brjálað fyndið að það hafi þurft að breyta könnuninni.

En góð ábending, því það er annars vegar eins og það sé ólöglegt að horfa á hitt kynið, og hins vegar allt gert til að hvetja til þess.  Er að undra að þetta endi sem fíkn? 

Haukur Baukur, 4.12.2009 kl. 11:16

4 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Já mér fannst það eiginlega vera fyndið....

Og er að undra að svona tvískinnungur skemmi út frá sér... Konur eiga til að verða brjálaðar þegar þær uppgötva þetta og karlar grafa sig enn meira í felur....

Upp á borð með þetta og umræðuna!!

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 4.12.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband