Færsluflokkur: Dægurmál

Jólagjöfin í ár:)

Ég sat í makindum mínum og var að lesa fréttablaðið þegar ég rakst á auglýsingu frá Nýherja.

Þar var verið að auglýsa nýju Ideapad tölvuna (sem eflaust hefur einhverja kosti svona per se). Í auglýsingunni er spurt hvort sé betri jólagjöf og þar birtist mynd af tölvunni annars vegar og stórri kartöflu hins vegar og búið að merkja í box að tölvan sé greinilega betri kostur...

Mitt fyrsta svar var hins vegar að þessi kartafla væri veislumáltíð fyrir hungraðan einstakling. 

Svo þegar ég sá hvað tölvan kostaði kom næst: Vá hvað má kaupa margt annað nytsamlegt fyrir þurfandi fólk fyrir þennan pening.

Þessi auglýsing finnst mér mest sýna þá fyrringu sem enn virðist ríkja hjá mörgum. Að kaupa dýra hluti til að gefa í jólagjöf.  Gjöf sem þyggjandinn kann svo ekki að meta nema kannski í eina til tvær mínútur eða þangað til hann tekur utan af næstu gjöf.  Að eiga sem mest af veraldlegum hlutum sem sumir kalla gæði. Að geta borist sem mest á. Er ekki kominn tími til að hætta þessu? 

Jólin eiga ekki að vera tími ofgnótta. Þau eiga að vera tími kærleikans. Og kærleikurinn finnst ekki í nýrri tölvu hversu flott og fín hún nú annars er. 

Mig langar að benda á aðra leið í jólagjöfunum.   http://multikulti.web.is

 (Ég kann greinilega ekki að búa til tengil inn á síðu hér:/ )  Þessi slóð vísar á frábæra vefverslun.  Þessi vefverslun selur gjafabréf.  Þessi gjafabréf eru sérstök vegna þess að þau eru gjöf til þín þar sem í þínu nafni eru keyptir nytsamlegir hlutir öðru fólki til lífsbjargar. T.d. er hægt að kaupa geit á 3.300 krónur. Geitin sér síðan væntanlegum eiganda fyrir mjólk í framtíðinni.  Geiting gæti síðan eignast afkvæmi sem seinna eignast afkvæmi og getur þannig hjálpað fjölskyldu frá sárri neyð í að verða sjálfbær með mat og klæði. Ýmsa fleiri svona nytsama hluti er hægt að versla þarna.

Farið endilega þarna inn og skoðið. Þið finnið ekki margar svona frábærar jólagjafir:) 

Og þessar jólagjafir gleðja.  Til langs tíma:)  Ekki bara þann sem fær sendinguna (geit, maís eða hvað sem þú ákveður að kaupa) heldur þann sem þú gefur gjafabréfið og svo ekki síst þig af því að þú veist að þú ert að gera góða hluti. Og þá líður manni alltaf betur á sálinni. 

Þetta er það sem skiptir máli. 

Munið

http://multikulti.web.is

Megið þið svo njóta aðventunnar:)

 


Æææ Sigmundur minn!!

Er ekki kominn tími til að sleppa þessari hugmynd og reyna einhverja sem virkar. Eða er kannski eitthvað meira á bak við? Dettur þeŕ í alvöru í hug að IMF þjónkist við íslensk stjórnvöld??

IMF sem er talið vera ein helsta peningamaskína hins vestræna heims fari að þjónkast við ríkisstjórn gjaldþrota þjóðar? Komon!! Hvernig dettur þér annars ágætlega greindum dreng annað eins í hug?

Flanagan hefur reyndar bara talsvert til síns máls. Þeir sem skulda mikið græða ekkert á þessu. Þeir sem skulda lítið (reyndar þar með talið ég sjálf) græða mest.   Ekki það að flestir vildu gjarnan sjá skuldir sínar lækka um 20%. En það verður að gerast á raunhæfan hátt en ekki með flatri afskrift. 

Enda er það ekki beint sú leið sem Roubini myndi ráðleggja ef hann þekkti vel þetta sér íslenska fyrirbrigði verðtrygging. Og spurning hvort " face value reduction of the dept"  eigi sér ekki aðrar leiðir en sem flatan niðurskurð. Það þyrfti ekki annað en eitt svona eins og 20-25% verðbólguskot enn til að lánin yrðu komin aftur upp í sömu hæðir eða hærri  hvort eð er. Og hvað þá?

Við vitum líka alveg að það verður verulegur kostnaður við þetta. Þessi lán voru ekki í afskriftarpakkanum þar sem þessi lán voru með nokkurn vegin raunvirðis veðum á bak við sig.  Og hver á þá að taka á sig kostnaðinn við þetta? Ekki ég þakka þér fyrir. Nóg er nóg. 

Ég get hins vegar verið sammála því að það þarf að skoða öll húsnæðislán en ekki bara þar  sem eigendur eru í vanda. Ég var sjálf t.d. mjög varfærin í mínum húsnæðiskaupum og valdi mun lægra lán og ódýrari eign en bankinn og fasteignasalinn reyndu að telja mér trú um að ég réði við en er nú komin með vel 30% hækkun á mínu láni á rúmlega tveimur árum. Og vil að sjálfsögðu fá leiðréttingu. 

Langbest væri að lækka stýrivexti og gera verðtryggingu lána óvirka frá ca. 15. sept. sl. Þar með héldist höfuðstóll láns óbreyttur (nafnvirðið) en verðbótarþátturinn yrði afnuminn. 

Þá er næstbest að keyra verðbólguna rækilega niður (áfram með lækkun á stýurivöxtum) Helst þannig að hér teldist vera verðhjöðnun um einhvern tíma. Því það myndi lækka greiðslubirði verðtryggðra lána.  

Og svo verðum við að taka á verðtryggingu lána. Ég vil sjálf meina að þetta sé gersamlega siðlaust verkfæri. Betra er að nota stýrivexti sem tæki þó þeir verði háir á einhverjum þeim tímum  sem verðbólga er vaxandi. Þeir lækka þá aftur þegar ástandið skánar. Þetta hefur dugað öllum öðrum þjóðum í hinum vestræna heimi og ætti að duga okkur líka. 

 


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband