24.12.2009 | 15:28
Ábyrgð
Að bera ábyrgð getur verið vandasamt. Hvenær eigum við að bera ábyrgð og hvenær ekki? Hvenær berum við ábyrgð á öðru en okkur sjálfum?
Ég veit til dæmis að ég ein ber ábyrgð á því hvað ég hugsa og hvað ég framkvæmi. Ég ber líka ein ábyrgð á þeim tilfinningum sem ég hef og hvernig ég framkvæmi. Og ég vel sjálf hvaða vonir og væntingar vakna hjá mér.
Hins vegar velti ég því fyrir mér eftir orðræður sem ég átti um daginn hvenær er rétt að varpa frá sér ábyrgð.
Hafa gjörðið mínar ekki áhrif á aðra? Ef ég lofa einhverju ber mér þá ekki að standa við það? Eða biðjast fyrirgefningar þegar ég einhverja hluta vegna get ekki staðið við orð mín?
Ef ég sýni manni að ég sé ástfangin af honum ber ég þá enga ábyrgð á þeim væntingum sem byrja að kvikna hjá honum?
Ef ég kaupi bíl og fæ að borga eitthvað í byrjun og restina síðar ber ég þá ekki ábyrgð á þeim væntingum seljandans að fá borgað fyrir bílinn?
Ef kærastinn minn segir við mig "Við fáum seinna" er þá algerlega mín ábyrgð að gera mér vonir um að seinna fáum við?
Á ég rétt á að snúa baki við vinum mínum án skýringa? Eru væntingar þeirra um vináttu mína og traust bara þeirra vandamál?
Eða hvað?
Á ég bara fullan rétt á að snúa baki í þetta fólk og ætlast til að það beri bara ábyrgð sjálft á þessum væntingum sem þau bjuggu sér til?
Hvað finnst þér? Er rétt að varpa frá sér fullkomlega ábyrgðinni af fyrri gjörðum sínum og ætlast til að aðrir beri bara sjálfir ábyrgð á þeim væntingum sem orð mín og framkoma vöktu?
Er ekki hægt að ætla að ég geri mér grein fyrir að orð mín og framkoma geti vakið væntingar hjá öðrum? Og ber mér ekki að leiðrétta það ef ég verð vör við að þær væntingar eru öðruvísi en ég ætlaðist til að þær yrðu?
Þessar pælingar hjá mér eru partur af ferli sem ég er að ganga í gegn um þessa dagana þar sem ég er að velta fyrir mér væntingum, ábyrgð og fyrirgefningu. Ég fann að ferlið til fyrirgefningar er stundum þyrnum stráð og þá vaknar spurningin um hvort hversu langt nær ábyrgð mín á hvaða væntingar vakna hjá þeim sem ég umgengst.
Ég uppgötvaði reyndar líka að fyrirgefningin kemur í misstórum skömmtum og hvert skref sem ég tek í átt til fullrar fyrirgefningar og sáttar er mér sjálfri fyrir bestu. Ekki sýst þega rég þarf að beina fyrirgefningunni til sjálfrar mín og biðja mig sjálfa að fyrirgefa mér mistök sem ég hef gert gegn um ævina.
Gæfurík jól til þeirra sem þetta lesa.
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.