17.12.2009 | 01:07
Stúlknaheimili í Salem
Nú þegar ég er búin að segja ykkur frá merku framtaki í Thorapadi á Indlandi er ekki úr vegi að segja ykkur frá enn merkilegra framtaki sem á sér stað í Salem í Tamil Nadu héraðinu á Indlandi.
Þar eru hjón sem blöskraði hvað var mikið af vegalausum stúlkubörnum í þorpinu.
Þetta eru annars bara venjuleg hjón sem lifa bara mjög hógværu lífi og tilheyra lægri mililstétt. Sem sagt ekkert of miklir peningar. Þeim fannst bara samt að þau gætu örugglega fært von inn í framtíð þessara stúlkna.
Þau tóku sig því til og leigðu stærra húsnæði og opnuðu heimili sitt fyrir 25 stúlkur sem hvergi áttu höfði sínu að halla annars staðar. Þetta eru annars vegar munaðarlausar stúlkur og hins vegar dætur vændiskvenna sem líklega myndu sjálfar enda í vændi ef ekki væri fyrir þessa aðstoð.
Pælið í því. Fólk sem hefur ekkert of mikið milli handanna svona dags daglega opnar heimili sitt fyrir 25 börn. Þvílík gjafmildi. Þvílíkt hugrekki. Jafnvel fyrir fólk sem lifir bara fyrir líðandi stundvar þetta mikið átak. Mikil skuldbinding. Vegna þess að þau eru að gefa 25 stúlkum von um betri framtíð. Vonargjöf. Er hægt að gefa stærri gjöf?
Þau eiga ekki mikið fjármagn. En þegar þau voru komin af stað með þetta fengu þau einhvern ríkisstyrk til að standa undir þessu átaki. Og svo náðu þau sambandi við nokkra í hópi Vina Indlands.
Hér á landi höfum við ákveðið að þetta sé verðugt verkefni að styðja við. Við höfum því líka leitað að styrktarforeldrum eða bara styrktaraðilum fyrir þessar stúlkur. Bara 1500 krónur á mánuði dugir ríkulega fyrir mat handa þeim öllum. Vilt þú vera með í göfugu verkefni? Vilt þú gefa von um bjartari framtíð? Við getum hjálpað til
Megið þið njóta lífsins með von í hjarta.
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl, Dagrún.
Mér finnst þetta sérstök frásögn.
Það er svo margt hægt að gera , jafnvel þó vanti peninga.
þú getur haft samband við mig í gegn um póstfangið mitt.
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 01:49
Það besta er að það er hægt að gera helling fyrir litla aura þarna úti. 'I gær var t.d. smá svona grínsöfnun fyrir vinnufélaga sem býr á Álftanesi. Við söfnuðum 1500 krónum í klinki. Hann ákvað að gefa peningana áfram til Salem með því skilyrði að það yrði keypt hæna fyrir peninginn. Það var hægt að kaupa tvær hænur! Og hænur verpa eggjum.... þannig að þetta er framtíðar eign:)
Dugði ekki einu sinni til að fylla smáholu á Álftanesi en nær langt í að seðja svanga munna í Indlandi. Sama upphæð dugir líka fyrir 25 kg. sekki af hrísgrjónum.
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 17.12.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.