28.5.2009 | 14:32
Götu-gremja
Þetta orð "götu-gremja" varð til einhvern tíma þegar við maðurinn minn vorum að ræða um umferðarmenningu hér á landi. Orðið er einhvers konar þýðing á hugtakinu road rage.
Okkur fannst báðum að þetta orð væri lýsandi fyrir umferðarmenninguna hér. Fólk er mjög óþolinmótt í umferðinni og ekki ber neitt mikið á tillitssemi. Auk þess virðast ekki gilda neinar sérstakar samhæfðar hefðir eða reglur hér í umferðinni nema sú eina regla margs bílstjórans að hann sé að flýta sér og þurfi því ekki að sýna öðrum tillitssemi. "Hinir" verða að víkja, andsk... slóðarnir.....
Maður heyrir oft að umferðin sé svakalega frek í sumum löndum Evrópu eins og Frakklandi, Ítalíu, Spáni og víðar.
Sjálf er ég búin að keyra mikið í og um þessi lönd. Og get vissulega samþykkt það að já það er ákveðin frekja í gangi. Já og hávaði og flaut.
En hún fer eftir mjög fastmótuðum reglum. (Annað en hér).
Það þykir t.d. mjög eðlilegur hlutur að hleypa bílum inn í umferð og fer það algerlega eftir reglum. Þú sýnir að þú vilt komast inn í röðina. Ef þú sýnir það ekki fara bílar fyrir aftan þig að flauta á þig. Þannig nebbar maður sér áfram aðeins þar til (yfirleitt mjög fljótlega) einhver hleypir þér inn á akreinina.
Hér á landi verður maður annað hvort að láta sér lynda að bíða þar til einhver miskunnsamur (fámennur hópur) hleypir manni á akreinina eða hreinlega að troða sér með tilheyrandi áhættu á að valda árekstri.
Bæði hér á landi og í Evrópu gilda þær sjálfsögðu reglur að það á að stoppa við gangbraut til að hleypa gangandi yfir götuna. Bæði á Spáni og á Ítalíu taka bílstjórar þetta mjög alvarlega.
Hér á landi er það (enn mjög) fámennur hluti ökumanna sem virða þennan rétt. Jafnvel þó ökumenn yrðu felldir á verklegu ökuprófi fyrir að hundsa þetta.
Í Evrópu eru mótorhjól meira virt í umferðinni en gildir hér á landi. Líklega afþví þeir eru vanari hjólunum allt árið um kring.
Hér virðast ökumenn bifreiða ekki átta sig á að mótorhjól á rétt á og þarf nákvæmlega jafnmikið pláss á götunni og bíll.
Í Evrópu er keyrt á ytri akrein nema þegar verið er að taka fram úr. Og ef maður er staddur á innri akrein og einhver vill komast þar að þá víkur maður að sjálfsögðu eins fljótt og maður kemur því við.
Hér á landi er sikksakkað milli akreina og ef einhver vill komast hraðar eftir innri akrein er eins víst að sá sem er á undan hægi bara á sér svona rétt til að sýna hinum að vera ekki með einhverja stæla gagnvart honum..... Hann var þarna á undan þér.....
Stundum held ég að íslenskir ökumenn fái útrás fyrir alla sína reiði og gremju á götum landsins. Það er flautað, svínað, blótað og troðist eins og hver best getur.
Losum okkur við götu-gremjuna og reynum að temja okkur tillitssemi og bros í umferðinni. Það hressir bætir og kætir auk þess að draga úr alvarlegum umferðarslysum.
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.