7.5.2009 | 18:18
Lægra fasteignaverð en lánin hafa hækkað.
Þetta er sorgleg staðreynd.
Raunvirði fasteigna er lækkandi (ef eignir á annað borð ná að seljast) og á sjálfsagt eftir að lækka meira.
Raunvirði fasteignalána er hins vegar hækkandi. Og það all hressilega.
Tökum dæmi.
Hjónin X og Z keyptu stærri íbúð um mitt ár 2007. Íbúðina keyptu þau á 28 milljónir.
Þau fengu 7 milljónir fyrir gömlu íbúðina sína og tóku því lán upp á 21 milljón. Verðtryggt lán að sjálfsögðu. Í dag er lánið komið upp í tæplega 28 milljónir.
En íbúðin? Ef hún myndi þá á annað borð seljast?
10% nafnverðslækkun þýðir 25, 2 milljónir.
Sem sagt 7 milljón krónur hafa fuðrað upp á rétt tæplega tveimur árum.
Skyldi þetta vera eina fjölskyldan sem hefur horft á eftir eignum sínum á þennan hátt?
Nei því miður. Það er stór hluti íslenskra fjölskyldna sem þarf að horfast í augu við það að eiga ekkert eftir nema skuldirnar.
Meira að segja þeir aurar sem höfðu verið settir inn á viðbótarlífeyrissparnað hafa rýrnað. Í sumum tilfellum ansi mikið.
En samt er ætlast til að fólk taki þessa fáu aura sem eru eftir til að geta haldið áfram að borga af láni sem er hærra en eignin á bak við það. Borga það sem eftir er ævinnar fyrir verðtrygginguna og ofurvextina sem hér hafa ríkt. Borga niður ævintýri útrásar-víkinganna.
46% raunlækkun fasteigna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig er hægt að ætlast til að fyrirtæki og húsnæðiseigendur borgi niður ævintýrið. Bankarnir fóru á hausinn eins og þeir voru gríðlega stöndugir eða svo var sagt þá eru engar líkur á því að fyrirtækin og fjölskyldurnar í landinu standi. Landið er gjaldþrota hvað þurfa menn til að geta skilið það. Hvað eiga útrásarvíkingarnir mikið af eignum eftir nánast ekkert.
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:37
Einhversstaðar verður að taka peninga til að endurreisa bankakerfið, þá er að fá hjá skuldurum og skattgreiðendum sem oftar en ekki er sama fólkið.
Eigendur íbúða eru yfirleitt jafnframt skuldarar sem liggja vel við höggi. Svo er það bara einstök óheppni að fasteignaverð fer lækkandi á sama tíma.
Við sitjum sennilega alltaf uppi með ríkisstjórnir sem sjá þetta ekki út frá öðru sjónarhorni.
Magnús Sigurðsson, 8.5.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.