Manitoba here we come

Jón Ólafsson hét maður einn, oft nefndur Jón ritstjóri.  Hann var oft í töluverðri ónáð hjá stjórnvöldum hér á landi í sinni tíð. Ástæðan var borgaraleg óhlýðni. Stundum þannig að honum var ekki vært hér á landi og varði því löngum stundum erlendis, mest megnis vetanhafs.

Þessi maður átti einn stóran draum. 

Sá draumur var að flytja alla íslendinga yfir til Alaska. 

Þessi draumur var tilkominn m.a. afþví honum ofbauð örbirgðin sem var á Íslandi á þessum tíma auk þess sem þetta yrði um leið til þess að losa Íslendinga undan Danaveldi. 

Hann gekk meira segja svo langt að ná fundum Grants þáverandi forseta USA í þeim tilgangi að fá stuðning hans við málið. 

Ekki vantaði svo sem stuðninginn þar sem Grant vissi lítið hvað hann átti að gera við þessa auðn sem Bandaríkjamenn höfðu víst neyðst til að kaupa. 

Hins vegar hugnaðist þessi leið ekki íslenskum ráðamönnum og var Jón sakaður af mörgum um landráð. 

Líklega er þessi saga ekki mörgum kunn hér á landi en afkomandi Jóns sagði mér hana eftir föður sínum sem var barnabarn Jóns ritstjóra.  Fjölskyldan hafði vit á að geyma öll skjöl gamla mannsins sem sögulegar heimildir. 

Svo kom þessi frétt á mbl.is í dag.  Nú eigum við að geta flutt búferlum til Manitoba ef okkur vantar vinnu.  Og nú semja ráðherrar okkar um þetta sem ákveðna lausn fyrir okkar hönd. Flytja Íslendinga bara yfir til Kananda (reyndar ekki Alaska í þetta skiptið). 

Þýðir þetta að þeir séu búnir að gefast upp á að koma landinu á réttan kjöl? 

Þýðir þetta að nú er kominn tími á að yfirgefa sökkvandi skipið?

Þýðir þetta að þeir ætla ekkert að gera til að reyna að sparka atvinnulífinu hér innan lands í gang?

Eigum við sem sagt að leita út fyrir landsteinana þegar við missum vinnuna?

Á Ísland þá bara að vera verstöð hvalveiða? (þar eru allavega 250 störf tryggð þetta árið......sem reyndar vegur skammt þegar horft er á að við missum útflutningstekjur af fiski sem erlendar þjóðir vilja ekki kaupa afþví við veiðum hval......)

Hve margir íslendingar skyldu geta fengið atvinnu þar samkvæmt þessu samkomulagi? 

 


mbl.is Samkomulag um atvinnumöguleika í Manitoba
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlustaði bergnuminn á þátt um Jón ritstjóra á RÚV (minnir mig) einhverntíma um mitt síðasta ár. Hvaða þáttur þetta var eða hver var stjórnandinn man ég ekki, en ég man hins vegar vel eftir umfjölluninni um baráttu þessa manns.

Mér finnst það dæmalaust að samkomulag ráðamanna skuli vera með þeim hætti að auðvelda íslnedingum að hreinlega flýja land. Á sama tíma skil ég þetta fullkomlega og er satt að segja hlynntur þessu : Það er mun betra að greiða fólki götu en að beita það ofbeldi með því að hneppa það hálfpartinn í átthagafjötra, sem ráðamönnum væri hægur leikur.

Kanada er fallegt land sem í býr yndislegt fólk. Ég bjó samtals sjö ár í Kanada á tíunda áratugnum. Mín reynsla er sú að Kanadamenn séu almennt mun meðvitaðri en íslendingar.

Ég skil frústrasjónina yfir ástandinu hér, og hvernig landar okkar og við sjálf höfum komið okkur í þá aðstöðu sem við erum komin í. Það má finna einhverja fáa einstaklinga til að benda á og kenna um allt, en þegar upp er staðið eigum við öll okkar þátt í sökinni - mismikinn að vísu.

Stundum þarf að berjast, og stundum er einfaldlega best að forðast barninginn og koma sér hjá honum.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband