Afhverju skyldi það nú vera?

Í frétt á mbl.is segir að engin viðskipti hafi verið með krónuna í dag.  Ég er eiginlega mest hissa að einhver hafi yfirhöfuð viljað hafa viðskipti með krónuna undanfarna .... tja...hvað skal segja?.....uuhhh.....svona rúmlega 5 mánuði eða svo. 

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að við íslendingar höfum borgað dýru verði fyrir að hafa hér "okkar eigin" gjaldmiðil.  Sér gjaldmiðill fyrir 300 þúsund manns er gríðarlega dýrt fyrirbæri.  

Þar með er ég ekki að segja að við eigum endilega að taka upp evruna.  

En kannski hefðum við bara átt að halda okkur við dönsku krónuna á sínum tíma. Við hefðum hugsanlega getað fengið að hafa íslenskt útlit á þeim myntpeningum sem hefði verið dreift hingað til landsins (svona eins og evru mynt er ekki alveg eins á t.d. Spáni og í Portúgal) svona aðeins til að sanna fyrir okkur að við værum sjálfstæð. 

En við fengum okkar eigin mynt. Sem nú er vita verðlaus og til að virkilega kóróna það þá eru öll lán sem eru tekin til meira en 5 ára bundin svokallaðri vísitölutryggingu.  Reyndar voru styttri lán einhvern tíma líka bundin vísitölu. Þegar það var afnumið var talað um það sem fyrsta skrefið í þá átt að afnema hér vísitölutryggingar sem verðtryggingar. En næstu skref voru aldrei stigin. 

Það hefði átt að vera sjálfsagður og eðlilegur hlutur að fella niður vísitölutryggingar um leið og verðbólgan fór fyrst undir 5%. 

Eftir það hefði átt að vera með breytilega vexti. Þeir eru nefnilega mjög öflugt neyslustýringartæki svona einir og sér.  Hærri vextir leiða af sér minni neyslu sem leiðir af sér að verð stendur í stað og jafnvel lækkar sem leiðir af sér að fljótlega er hægt að lækka vexti aftur.

Svona gengur þetta hjá þjóðunum í kringum okkur. En ekki hér. Við þurfum alltaf að hafa einhverjar sér reddingar sem í raun gera ekkert annað en að grafa okkur dýpra í skuldafen.


mbl.is Engin viðskipti með krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Dagrún,

jú, ég hef áhuga á viðskiptum með krónuna. Ég á nefnilega nokkur stykki af þessum gangismiðli í banka, sem ég get tekið út og eytt. En bara á Íslandi. Ég bý "úti". Ég vil skipta, en má ekki. "Höft" takk fyrir.

Hvenær fattiði að þessar daglegu fréttir af gengi krónunnar eru hreinn uppspuni?

áhugasamur (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Thjaa..... ég get svo sem ekki svarað fyrir aðra íslendinga. En er löngu búin að uppgötva þetta sjálf. Þarf ekki annað en að skoða hvaða erlendu bankar versla með íslensku krónuna og á hvaða gengi (Helst enginn en í undantekningatilfellum einn og einn aðallega skandinavíu-banki og á himin-háu gengi)

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 25.2.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband