16.2.2009 | 09:53
Alvarlega brenglaðir ungir menn
Ég er kennari í framhaldsskóla og þekki því mikið af ungu fólki. Auk þess á ég tvö börn sem eru rétt rúmlega tvítug og svo tuttugu og sex ára.
Ég er því talsvert innan um ungt fólk og almennt finnst mér það mjög skemmtilegt. Langflestir unglingar taka ábyrgð á sér og lífi sínu. Já þeim finnst gaman að skemmta sér og gleyma stundum hvað áfengi er varasamur fíknivaldur.
En upp til hópa eru þau skemmtileg, lifandi, jákvæð og heilbrigð. Og ég nýt þess að vera í kringum þau.
Svo gerist það stundum að á sviðið koma einstaklingar sem eru ekki skemmtilegir eða heilbrigðir heldur alvarlega skemmdir og (já þó mér finnist erfitt að segja það) hreinlega illir.
Núna á aðfararnótt laugardags urðu tvær ungar konur sem ég þekki (báðar um tvítugt) fyrir mjög óskemmtilegri reynslu af hendi svona einstaklinga.
Í öðru tilfellinu gekk 23 ára kærasti í skrokk barnshafandi unnustu sinnar eftir eitthvert rifrildi. Hann braut og bramlaði allt sem hann náði að festa hendur á inni í herbergi hennar og svo þegar það dugði ekki þá lagði hann hendur á hana. Ef ekki hefði verið fyrir þá heppni að leigusali hennar heyrði djöfulganginn og gat komið kærastanum út er ekki gott að vita hvernig hefði farið.
Í hinu tilfellinu lenti ung kona í því að hafa líklega verið byrlað það sem kallast í dag nauðgunarlyf í drykk sem hún keypti sér á bar. Unga konan sem er almennt frekar settleg í drykkju man ekkert frá því hún tók fyrsta sopann og þar til hún rankar við sér morguninn eftir uppi í rúmi hjá manni sem hún að vísu kannast við en myndi undir engum venjulegum kringumstæðum geta hugsað sér að sofa hjá.
Eftir því sem hún kemst næst (með því að tala við vitni) þá ætlaði vinafólk hennar að sjá um að koma henni í leigubíl og heim þegar þessi piltur (ómenni) sagðist vera á bíl og lofaði öllu fögru um að koma henni heim til hennar.
Þar sem vinahópurinn kannast öll við manninn og hafa almennt ekkert séð neitt varhugavert við hann var ákveðið að láta það eftir að hann keyrði hana beint heim. Hún sjálf gat ekkert sagt enda rænulaus að sögn vinkonu hennar sem var að vinna á viðkomandi bar og gat því ekki sjálf fylgst betur með en að reyna að koma vinkonu sinni í það sem hún taldi öruggar hendur.
En hún komst ekki heim fyrr en daginn eftir, eftir að hafa vaknað í ókunnugu rúmi og eftir að hafa læðst út til að finna út hvar hún var og hringja á leigubíl til að sækja sig.
Í báðum þessum tilfellum eru ungir menn að misnota sér það að þeir kannast við eða þekkja þessar ungu stúlkur. Í fyrra tilfellinu er tiltölulega auðvelt að halda uppi kæru þar sem leigusalinn varð vitni. En þar ræður ótti stúlkunnar því að líklega verður ekkert gert.
Í síðari tilfellinu verður mjög erfitt að halda uppi kæru því það eru engin vitni af því hvað fór fram eftir að pilturinn tók stúlkuna í bílinn til sín þar til hún vaknar daginn eftir. En hún vill kæra. Hún hefur vitni að því sem fram fór áður en hún var numin á brott (Jú hún VAR numin á brott). En allir sem lesa blöðin vita að það lendir á henni að þurfa að sanna að eitthvað hafi átt sér stað. Og niðurlægingin getur orðið alger þegar réttvísin neitar að trúa henn. (Sem er því miður allt of oft sagan).
Þannig að í báðum þessum tilfellum ganga þessir ungu menn frá vettvangi án þess að þurfa að svara til saka.
Almennt er ég á móti því að beita ofbeldi. En þegar ég heyri svona sögur langar mig hreint út til að fara og berja þessa gaura. Eða safna liði vina og ættingja og sjá til þess að þeir komi ekki nálægt stúlkum aftur til þess að berja þær eða svívirða.
Svona sögur eru það lúalegasta sem ég heyri. Þessar eru slæmar en langt því frá að vera þær verstu sem ég hef heyrt.
Allraljótasta sagan sem ég hef heyrt af íslenskum vettvangi gerðist víst í Þórsmörk. Ég veit því miður ekki hvaða menn voru þar á ferð því ég hef söguna eftir öðrum aðila sem misbauð svo hrottalega þegar félagarnir voru að grobba sig af því hvað þeir höfðu gert. Grobba sig....... og einhverjir þeirra meira að segja giftir eða í sambúð með öðrum konum. Þvílík illmennska.
Þeir höfðu gengið fram á stúlku sem lá ósjálfbjarga út á víðavangi. Og einn af öðrum fóru þeir upp á hana.....þið vitið til hvers. Svo þegar þeir komu í bæinn gátu þeir ekki stillt sig um að stæra sig af þessu "afreki" sínu. Ég vildi óska þess að stúlkan hafi haft klamidíu og smitað þá alla sem einn.....
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðist engum að treysta orðið sjálfsvirðing er ekki til hjá svona mönnum, sá sem braut allt og bramlaði hefur trúlega verið í dópi eða ég vil ekki trúa öðru þvílíkur aumingi. Hinn og þeir sem eru eins og hann eru samviskulausir þeir hafa ekki einu sinni samvisku fyrir sjálfumséð, að haga sér svona í vina hóp er ennþá meira virðingaleysi.
Það virðist sem ungar stúlkur verði að vera nokkrar saman ef þær eigi að vera öruggar á skemmtistöðum og passa þannig hver upp á aðra. Þetta er ömurlegt samfélag sem er svona.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.2.2009 kl. 13:28
Láttu mig þekkja sumt í þinni sögu. Ég er sammála þér, flestir eru góðmenni en inn á milli leynist ill gunga sem athafnar sig í hópi einstaklinga með brenglaða sjálfsvitund og virðingu.
Það eru ekki bara dópistar og drykkjurútar sem ganga á göflum og lemja konur eða börn, það er hinn fíni flotti maður útávið.
Körlum (stundum konum) finnst gaman að grobba sér af hópreið, en litu þeir í eigin barm væri þetta þá sem þeir vildu dætrum sínum? Kannski hafa þeir misst virðinguna fyrir maka sínum og mest af öllu virðinguna fyrir hinu góða í sjálfum sér.
Ólöf de Bont, 20.2.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.