Er það uppgjöf?

Eitt sem ég hef mikið verið að velta fyrir mér (eins og sést kannski á því sem ég blogga um) er sá vandi sem heimilin (bæði stórar og litlar fjölskyldur) eru komin í. 

Samkvæmt tölum sem ég heyrði er talað um að 50% íslenskra heimila séu í raun tæknilega gjaldþrota. Þ.e. heimilin eru að standa undir skuldum sem eru langt fra yfir eignir. 

Það er vitað að hjá mörgum er það þannig að þó þau haldi áfram að borga allt sitt líf verður engin eign til samt þegar viðkomandi hrekkur uppaf. Allt sem viðkomandi borgar ést upp jafnóðum af verðbólgu. 

Það er verið að ausa fé í botnlausa hýt.  

Hvenær kemur sá tímapunktur að við viljum ekki borga meir?

Er það uppgjöf að hætta að borga?  

Þegar ég segi að ég sé heppin er það vegna þess að húsnæðislán mín voru ekki þriðjungur af kaupverði eignarinnar á sínum tíma.  Þau hafa (þrátt fyrir að hafa vera lág)  hækkað um 2 milljónir eða 30% á tveimur árum. Og íbúðin lækkað um eitthvað. Enginn veit hvað afþví ekkert selst (og ef eitthvað selst ekki telst það í raun verðlaust).  Þannig að ég á kannski helming í dag. 

En ég er heppin. Í kringum mig er fullt af fólki, vinir og ættingjar, sem skuldar mikið meira en ég.  Og í versta dæminu sem ég þekki er íslenskt (verðtryggt með vísitölu dauðans) veðlán á eign orðið meira en 80% hærra en raunmat eignarinnar (sem selst ekki og ætti þannig markaðslega séð að skilgreinast sem verðlaus). 

Hvað á fólk að gera?

Hætta að borga?

Borga minna?

Skila lyklum? 

Er það uppgjöf?

Nei. Í mínum huga heitir það að berjast. Ekki sitja bara og taka þegjandi því sem að manni er rétt. Frekar láta kalla sig "skríl" heldur en að gefast upp og þegja og borga bara og borga þangað til að maður drepst. Eignalaus og allslaus afþví það er verið að vernda "lífeyrinn" sem við komum aldrei til með að njóta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þegar mánaðalegar afborganir íbúðarláns eru komnar yfir markaðsverð á leigu, og að horfur eru á að svo verði til frambúðar án þess að nokkur eignarmyndun komi til þá tel ég að rétt sé að hætta að borga.  Það er ekki sama og það að gefast upp.  Vindmyllur borgar sig einfaldlega ekki að eiða ævnni í að berjast við.

Magnús Sigurðsson, 14.2.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég trúi því að verið sé að leita leiða til að koma til móts við fólk eins og þig, Dagrún sem hefur orðið fyrir hreinu eignatjóni vegna lánahækkana og verðfalls á fasteignum. Mér finnst líklegt að nokku fljótlega skýrist línur í þessum efnum. Hagsmunasamtök heimilanna eru örugglega góður vettvangur fyrir þá sem vantar ráð og upplýsingar í svona málum. Fari sá hópur af stað með samræmdar aðgerðir, verður fólk einfaldlega að vega það og meta, hvort vera skuli með í þessum eða hinum hópnum. Fólk er einfaldlega á misjöfnu stigi með þessi mál eins og annað í lífinu.

En Hagsmunasamtök heimilanna, það er ráðið sem ég vil gefa fólki í hvers kyns greiðsluvanda varðandi rekstur þess sem við köllum heimili.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.2.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband