13.2.2009 | 22:11
Að duga eða drepast? Eru það einu valkostirnir?
Bloggvinkona mín (kreppan) er með mjög merkilega skoðanakönnun á heimasíðu sinni. Þar eru gefnir þrír möguleikar á því hvað við eigum að gera í stöðunni eins og hún er í dag.
Eigum við að berjast?
Eigum við að flýja?
Eða eigum við að gefast upp og leyfa uppivöðslunni að halda áfram?
Fyrir mig persónulega hefur þetta þriðja aldrei komið til greina.
Fyrir sumum hlutum er nauðsynlegt að gefast upp. En maður gefst upp fyrir einhverju sem er æðra manni sjálfum. Maður gefst ekki upp í ótta við að það sem taki við geti ekki verið betra en það sem var. Ef við gerum það, þá komumst við aldrei áfram. Við viljum eitthvað betra og við berjumst fyrir því. Afþví að við trúum og treystum á að það sé til.
Án þessa trausts verðum við alltaf föst í viðjum ótta og bælingar. Þorum ekki að berjast fyrir því sem við teljum vera betra. Þess vegna kemur náttúrulega liður tvö ekki heldur til greina. Að flýja er náttúrulega mjög sterkt óttaviðbragð. Sömuleiðis að fela sig bak við afsakanir eins og "Þetta fer bara allt í sama ruglið".
Barátta fyrir betra lífi er eitthvað sem við verðum að taka okkur fyrir hendur hvað svo sem kemur út úr því.
Ég vil treysta öðrum íslendingum til að standa með mér til að ná fram betra Íslandi. Ekki láta gamla fortíðardrauga eyðileggja fyrir okkur framtíðina. Við þurfum það ekki.
Allt betra en að sitja með hendur í skauti í ótta við að vera rændur síðasta mjólkursopanum.
Eða eins og Hómer Simpson sagði: "I don´t know Marge. Everytime I try to do something right, somethings goes wrong so it might be better to do nothing."
Og sjáið bara hvert það kom honum! Í meiri vandræði. En ekki hvað?
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er Steingeit og þær hætta ekki svo glatt, stoppa kannski aðeis til að skoða leiðina og svo er haldið áfram.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 22:28
Við verðum að bretta upp ermar og berjast það hafa Íslendingar alltaf gert.
Ég sé að þú ert á því að kjósa einstaklinga það er ég að vissu mark ég vil hafa flokkakerfi til að halda uppi málefnastarfi síðan að við röðum fólki í kjörklefanum þannig losnum við við prófkjör sem er mesta spillingin þar kaupa fyrirtæki sér þingmenn.
Þá eiga ráðherrar ekki að vera þingmenn og þá getum við vonað að þeir sem mynda stjórn velji bestu einstaklingana sem ráðherra það er ekki endilega einstaklingar sem eru tilbúnir í kosningaslag og allan þann aur sem þar er dreift og á ekkert skylt við málefni.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 13.2.2009 kl. 22:34
Mér er sama hvort að flokkar bjóða lista eða hvernig þeir framkvæma þetta. Ég vil bara fá að merkja við þá 63 menn sem ég treysti best til að styðja við þau málefni sem mér finnst skipta mestu máli. Í dag er það "Flokkurinn fyrst og fremst" en ekki skoðanir einstaklingar sem gildir og það er rangt.
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 13.2.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.