Öll húsin sem Dorrit mátti ekki tala um

Kannski á ekki að blogga hér um fréttir sem birtast í öðrum miðlum en Mbl.  En ég ætla samt svona óbeint að leyfa mér það.

Ýmsar skoðanir hafa verið á fréttinni um viðtal við forsetahjónin þar sem þau virtust vera að þrasa um hvað má segja og hvað ekki.  Ég vil ekki gera það að umræðuefni heldur vil ég aðeins velta upp því sem Dorrit sagði um húsin.

Hún sagði að enginn myndi missa húsin sín af því að nú þegar væru hér of mörg hús og hverjir ættu svo sem að búa í öllum þessum húsum.  Skildi hún Dorrit hafa eitthvað til síns máls?

Horfum á nokkrar tölulegar staðreyndir.

Fólksfjöldi í landinu jókst frá 279 þúsundum upp í 313 þúsund á árunum 2000 - 2008. (Sjá heimasíðu hagstofunnar).  Fjölskyldur voru 68.591 árið 2000 en voru orðnar 75.691 árið 2008.  Einstaklingar á landinu (þeir sem búa einir, þeir sem eru í óskráðri sambúð, þeir sem eru orðnir 18 og búa hjá foreldrum og svo einstaklingar með börn eldri en 18 ára) voru 94.169 og af þeim eru rúmlega 16 þúsund á aldrinum 17 - 20 ára þannig að rökrétt er að þeir einstaklingar búi flestir í heimahúsum ennþá.  Þetta er fólkið í landinu í tölum.  Búist er við einhverri fólksfækkun núna þar sem eitthvað af erlendu vinnuafli mun flytja burt þegar vinnan bregst auk þess sem eitthvað af íslenskum fjölskyldum mun líka flýja land vegna atvinnuleysis og fjárhagserfiðleika. 

Og samkvæmt hagstofunni voru hér á landi hvorki meira né minna en 104.805 íbúðir árið 2000 eða um 370 íbúðir á hverja 1000 íbúa (óháð aldri íbúa landsins) og árið 2008 voru íbúðirnar orðnar 125.682 eða 401 á hverja 1000 íbúa.  Það þýðir að það voru um 2,7 íbúar um hverja íbúð árið 2000 en árið 2008 eru 2,5 íbúar um hverja íbúð hér á landi. Íbúðum fjölgar sem sagt hlutfallslega meira en íbúum landsins. 

Var húsnæðisskortur hér árið 2000? Ekki var ég vör við það. Það var a.m.k. ekki neitt svo brjáluð sala í eignum. Ekki miðað við það sem síðar varð, þó hún hafi kannski verið rosalega mikil miðað við það sem af er þessu ári. Og ekki voru margir sem komust hvergi í þak yfir höfuðið (þó svo að einhverjir hafi verið og séu heimilislausir hér á landi a.m.k. svona óopinberlega).

Og ekki verður því haldið fram að íbúðarhúsnæði skorti núna. A.m.k. kvartar orkuveitan yfir ónýttum (og óarðvænum) lögnum í nýjum hverfum sem hafa sprottið upp á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Heilu nýju blokkirnar standa auðar þar sem íbúðir í þeim hafa ekki selst. 

Þannig að er nema von að forsetafrúin hafi spurt hver ætti svo sem að taka við íbúðunum og búa í þeim? 

Hitt er svo allt önnur spurning. Hver á að eiga allar þessar eignir þegar upp er staðið? Þegar fjölskyldur geta ekki staðið undir greiðslubirði síhækkandi verðtryggðra lána (sem ég tel reyndar vera mannréttindaglæp) og verða að láta eignina á nauðungasölu, hverjir koma þá til með að geta tekið við eignunum? Og þurfa þeir sem áttu eignirnar að standa eftir með háar eftirstöðvar lána langt umfram það sem veðsett var til tryggingar á láninu? Því það er ljóst að með lækkandi fasteignaverði standa eignirnar ekki lengur undir lánunum. 

Þetta eru spurningar sem okkur vantar svar við strax.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ragnar bergsson

Frekar vildi ég 10 Dorritar en einn Ólaf Ragnar Grímsson.

ragnar bergsson, 11.2.2009 kl. 19:36

2 identicon

Góð spurning.

En þessi speki Dorritar dúllu minnir óneitanlega svolítið á þetta með brauðið og kökurnar...

Sigrún G. (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:07

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Rétt væri að stofna Samvinnu og sameignardeild við íbúðarlánasjóð. Íbúðareigandi og sjóðurinn gætu átt íbúð saman eftir ákveðnum hlutföllum ef til nauðungarsölu kæmi þ.e.a.s. ef íbúðareigandi ætti eitthvað eigiðfé í íbúðinni samkvæmt mati dómkvaddra manna.. Íbúðareigandi greiddi lágmarks vexti af hluta íbúðarlánasjóðs, sem leigugjald fyrir þann hlutann. Samskonar form væri sett upp við ríkisbankana.

Skynsamlegt væri að Íbúðalánasjóður stofnaði aðra deild, Íbúðarleigudeild. Undir hana heyrði allt íbúðarhúsnæði sem Íbúðarlánasjóður á og kemur til með að eignast með margvíslegum hætti á næstunni. Fyrrverandi fjölskyldur sem áttu íbúðirnar, hefðu forleigurétt. Með þessu væri uppeldis og starfsvettvangur barna tryggður.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.2.2009 kl. 20:47

4 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Þakka athugasemdirnar. Áhguaverð skóðun hjá þér Þorsteinn.

Langar í framhaldinu að benda á frétt í Fréttablaðinu um að 1100 nýjbyggingar standa nú auðar og ónotaðar á höfuðborgarsvæðinu. Og þá eru ekki taldar með byggingalóir sem hafa ekki selst eða hefur verið skilað.  

Spurningin er því áfram. Hver á að búa í öllum þessum húsum?  

Skv. greininni er þó enn einhver skortur á litlum eignum fyrir einstaklinga. (Stúdío íbúðir eða 2ggja herb.)

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 11:31

5 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er helst að spyrja þá sem byggðu þetta og svo sveitarstjórnar fólkið, sem gaf byggingarleyfið. Og svo auðvitað bankastjórana og forstjóra Íbúðarlánasjóðs. Það væri rétt að Ríkisútvarpið og Sjónvarp setti einn mann í það að spyrjast fyrir um þetta mál, ha.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 20:05

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er mál sem Hagsmunasamtök heimilanna ættu að skoða og eru kannski nú þegar að skoða. Svona tillögum þarf að koma á framfæri við rétta aðila.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2009 kl. 21:20

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Dorrit veit hvað hún syngur og bendir á þá staðreynd að lánadrottnarnir eru komnir upp að vegg samningsaðstaða þeirra er mun verri en skuldaranna.  Að því gefnu að skuldararnir átti sig á stöðunni.

Magnús Sigurðsson, 13.2.2009 kl. 22:24

8 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Ég held að það vanti svolítið enn upp á að skuldarar átti sig á að þeir geti verið í sterkari stöðu en þeir halda.  Þetta er jú tvíbent. Skuldari/Skuldunautur.

Svolítð eins og fangavörður sem verður sjálfur fangi afþví hann er svo upptekinn af að halda fanganum föngnum......

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 13.2.2009 kl. 23:09

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef grun um að jafnvægið á voginni verði skuldaranum ekki eins óhagstætt og það virðist innan skamms tíma.

Magnús Sigurðsson, 13.2.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband