22.6.2010 | 16:33
Vindasamt ......
Já ég veit að þið eruð farin að sakna þess að sjá ekkert frá mér. En ég bara ekki með internet tengingu þar sem ég bý í augnablikinu. Svo ég verð að fara á WIFi bari til að setjast við netið. Og það kostar hvítvínsglas/glös...... HIC!!
En sem sagt nú er ég komin til Tarifa á Spáni. Og er bara nokkuð ánægð með það. Hér er sól og þokkalega hlýtt.
En sem sagt. Á föstudaginn síðasta átti ég aftur svona þriggja landa dag. Byrjaði daginní Svíþjóð. Flaug svo yfir til London þar sem ég ætlaði að hitta 4 vini, þau Guðbjörgu, Guðmund, Sigrúnu og Sigurbjörgu. Ég var komin til London klukkan hálfníu að staðartíma. Þau áttu að koma klukkan hálftólf og vélin til Malaga átti að fara rúmlega fjögur.
Ég er í besta falli frekar lítið gefin fyrir að bíða. Svo ég tók bara underground til Oxford Circus. Þið vitið. Þar sem stora H&M búðin er........ En ég vissi vel að ég hefði ekkert að gera þar inn annað en að skoða. Nóg var dótið í töskunni minni, Neibb.... Svo ég labbaði áfram Oxfford strætið í leit að einni búð. Mágkona mín og bróðir geta kannski giskað á hverja..... Hún heitir Thornton. Og nei. Hún selur reyndar ekki skó:) Nei. Hún selur besta súkkulaði sem ég þekki. Og túrinn inn í borgina var vel þess virði að geta keypt sér Thornton mola
Þegar ég kom út á flugvöll leitaði ég uppi vinina. Við þurftum aðeins að bíða eftir að fá að bóka inn farangurinn. B.A. sá enga ástæðu til að leyfa okkur að sitja saman. Okkur var vel dreift út um alla flugvél og ég fékk að sjálfsögðu sætið aftast í horninu. Ef ég hefði verið aftar hefði ég setið á klósettinu!!
Í Malaga beið svo eftir okkur bílstjóri frá skólanum. Og þá fyrst byrjaði ævintýrið. Fyrst rataði hann ekkert um flugvöllinn (það var hægt að fyrirgefa það þar sem mikið er búið að byggja við völlinn frá í fyrra). Loks fann hann út hvert hann átti að fara. Þá var að borga fyrir stæðið. Og þá uppgötvaði ég að maðurinn gat ekki séð leiðbeiningarnar á skjánum. Ég vissi ekki hvort hann var lesblindur eða bara svona lágvaxinn að hann sæi ekki svona hátt eða hvað var. En svo tókst að borga. Þá var bara eftir að finna bílinn. Hann gat ómögulega munað hvar bíllinn var nema bílastæðið var eitthvað D...... Ómægod..... Eftir labb og leit fannst loks bíllinn. 7 manna bíll. Nema ekkert farangursrými. Hverjum dettur í hug að sækja 5 manns út á flugvöll og gera ekki ráð fyrir farangri?? Og trúið mér. Það var nóg af farangri. Þau hin voru hvert um sig með tvær töskur. Jæja. Ok. Þá varð að leysa það mál. Hvernig?? Jú með því að binda þrjár þeirra upp á þaki. Eitthvað sem viðkomandi bílstjori var greinilega ekkert of vanur að gera. Þvílíkan tíma það tók. En loks tókst okkur að keyra af stað. Til að komast út af flugvellinum og beint á næsta pissustopp!!
Húff... var ég orðin þreytt. Hafði farið á fætur klukkan 4 um morguninn og klukkan orðin tíu um kvöld. En ævintýrum dagsins var ekki lokið. Ónei! Fyrst munaði ekki nema hársbreidd að hann keyrði beint á staura sem vru þarna til að afmarka beygju.. Þá var okkur eiginlega hætt að lítast á blikuna. En hann keyrði svo frekar rólega ...... svona allavega fyrst um sinn. En.... svo var farið að gefa í. Klukkan orðin tólf og honum lá greinilega eitthvað á. Úti var frekar hvasst og það reif talsvert í bílinn. Hann lét það ekkert stoppa sig og var kominn á 130 km hraða þegar... já. Hver sá þetta fyrir? Taska reif sig lausa og fauk út á miðja hraðbraut. Bíllinn á eftir okkur rétt náði að smjúgasér framhjá. Gosh!! Og getið hver átti töskuna?? Jamm. Þetta var mín taska. Öll orðin rifin og tætt. Nú vorum við búin að fá nóg. Við heimtuðum að fá allar töskur inn í bílinn og sátum undir þeim. Allt frekar en að horfa á eftir dýrmætum skóm og nærfötum dreyft um hraðbrautir Andalúsíu. Jæja. Ok af stað aftur. En hann þurfti samt að stoppa á einum stað. Til að hringja. .Upp með farsímann. Og það var þá sem við uppgötvuðum hvað var að. Maðurinn var svo nærsýnn að hann var næstum blindur.....
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þá get ég sagt þér þær fréttir að pabbi okkar fékk endurnýjað ökuskírteinið sitt og getur því sótt ykkur á völlinn þegar heim verður komið. heheheh
Kveðja ló
Lilja Ólafs (IP-tala skráð) 22.6.2010 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.