15.6.2010 | 20:24
Sjónvarpsefni aldarinnar
Ég verð að viðurkenna að svolítð er ég orðin þreytt á efnisvali sænsku sjónvarpsstöðvanna. Efnið sem þeim dettur í hug að senda út er oft hreint út frekar hallærislegt. Þessa vikuna hefur brúðkaups-undirbúningur tröllriðið allar sjónvarpsstöðvar.
Og þar er virkilega verið að nýta sér konunglegt brúðkaup til hins ýtrasta. Á hverju kvöldi er endursýnt eitt konunglegt brúðkaup. Í gær var það Hákon krónsprins Noregs og í kvöld var það systir hans. Hvað verður endursýnt á morgun veit ég ekki, en giska á annan hvorn danaprinsinn.
Svo er verið að skoða brúðartertur, brúðarkjóla, brúðkaupsþetta og brúðkaupshitt. Og svo ætla nokkuð mörg pör að gifta sig líka þennan sama laugardag og þau eru boðuð til viðtöls.
Hins vegar fer vinningurinn sem hallærislegasta sjónvarpsefni ever til þáttar sem heitir Ullared.
Afhverju? Jú Ullared er stór (mjög stór) stórmarkaður sem selur allt. Þar eru stundum kílómetra langar biðraðir eftir að komast inn. Enda allt til sölu þarna. Fyrir utan er líka ágætis tjaldstæði fyrir fólk sem kemur að versla. Og jamm. Sjónvarpsþátturinn er um fólk sem kemur i Ullevi. Fylgst með ungu pari sem er að fara að gifta sig. Og með fjölskyldu sem er í tvær vikur á tjaldstæðinu. Mamman fer með börnin að versla á meðan karlinn bíður á tjaldstæðinu og þambar björ.
Ekki það að verslunin sé slæm. Enda vel sótt og vel þekkt meðal svía. En að búa til sjónvarpsþátt um verslunina. Migod!!
Ég held að ég hætti að kvarta undan efnisval hjá RUV. Það verður aldrei verra en þetta
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm ... þetta er hin fullkomna naflaskoðun svía! Svo er það prinsessan .... það er eitthvað "ónotalegt" við þessa stelpu! Ég ætla að leyfa mér að spá ekki vel fyrir konungsveldinu Svíþjóð með hana sem drottningu...!!! en sjáum til!
Steinn Hrútur, 16.6.2010 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.