Þriggja landa helgi

Það var mikið að gera þessa helgina.  Byrjaði strax á föstudaginn með að við fengum heimsókn frá Íslandi. 

Hins vegar voru það laugardagurinn og sunnudagurinn sem voru viðburðarríkir.  

Við vöknuðum snemma á laugardeginum til að aka suður til Kaupmannahafnar þar sem okkur var boðið í kvöldmat.  Það var svo sem ekkert skemmtilegt akstursveður. Þvílíkar dembur að það hálfa var mikið meira en nóg.  Og talsverðar tafir við brúna af því að það átti að fara fram s.k. Brúarhlaup seinna um daginn. 

En til Danmerkur komumst við. Nánar tiltekið inná  Brönbystrand.  Þar var vel tekið á móti okkur og stjanað við okkur á allan máta. Meira að segja farið með okkur inn á Strik svona til að fá ekta Kaupmannahafnar tilfinningu.  Ég er alltaf með svona heima tilfinningu þarna.

Sunnudagurinn byrjaði svo á að við keyrðum eins og leið lá til Rödbyhavn.  Þaðan var tekin ferja yfir til Putthafen í Þýskalandi.  Þegar þangað var komið var farið að versla nauðsynjavörur.  Það var gert um borð í 6 hæða skipi.  Eins gott að koma ekki þangað ef þér hættir til að drekka of mikið eða ert veik/ur fyrir áfengi.

Svo var farið sömu leið til baka.  

Og áfram til Malmö.  Þar byrjaði svo fjöriðW00t

Tónleikar með KISS.  Þvílíkt ævintýri. Þvílíkt show.  Hard rock í sinni sterkustu mynd.  Og hver kannast ekki við hvítu andlitin?  

En vissuð þið að bassaleikarinn Gene Simmons er prófessor í bókmenntasögu við Harward-háskólann?

Talandi um klofinn persónuleika......   En ótrúlega hress prófessor og orðinn 64 ára......

p6130376.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl systir, já ég kannast við tilfinninguna um að vera komin heim, í Köben. Alveg ótrúlegt hvað maður man mikið frá dvölinni í Köben í den.  Bið að heilsa þér systir góð.

kveðja ló

Lilja Ólafs (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 20:24

2 identicon

Hæ skvís - gaman að lesa af ævintýrum þínum. Þú ert sönn, ævinlega. Hlakka til að frétta af þér í Tarifa, góða ferð!

Erla (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 22:03

3 identicon

Gaman að fylgjast með þér vinkona :) ... hvenær bætirðu svo Spáni í hópinn?

Sólveig (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 10:47

4 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Takk stelpur:)

Ég verð komin til Spánar á föstudagskvöldið  og skila að sjálfsögðu kveðju til Örnu frá þér Erla mín

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 15.6.2010 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband