10.6.2010 | 10:29
Polkagrísir
Hvað er nú það eiginlega?? Orðið polka þekkið þið nú! Bæði sem dans og svo líka sem "polka dot bikini"
Polkagris er sænskt nammi. Brjóstsykur sem upprunalega var það sem við heima köllum bizmark brjóstsykur. Þetta sælgæti er búið til í litlum bæ sem heitir Gränne. Þar fer öll "löggilt" framleiðsla fram. Og þar var ég í gær.
Við vöknuðum sem sagt eldsnemma í gærmorgun og keyrðum fyrst alla leið til Norrköping. Erindið var að taka myndir af einni frægustu hestakonu Svía,ásamt Scania-hús/hestafluttninga-bílnum hennar og öllum H&M merkingunum á henni og bílnum.
Leiðin var mjög falleg en hins vegar var veðrið ekkert alveg til fyrirmyndar og þess vegna vorum við ekkert að skoða Norrköping of mikið. Keyrðum bara beint aftur til Gränne.
Þar fékk ég að sjá hvernig polkagris er búinn til alveg frá því að setja hráefni í pott þar til búið var að rúlla því í pappír. Og svo fékk ég að smakka framleiðsluna. Og í restina gat ég að sjálfsögðu keypt eins og mig lysti af polkagris. Allt frá hefðbundnum hvítum með rauðum röndum yfir í fjólu og salt bragð.......hhmmm. Meira að segja var til Irish wisky bragð.
Gränne bærinn sjálfur er lítill og kósí bær með 15 polkagris framleiðslum. Alls staðar er fullt af fólki að sjá hvernig þetta er gert. Síðan er náttúrulega allt fullt af hliðar fyrirtækjum eins og minjagripaverslunum, veitingahúsum og svoleiðis. Þessi staðum lifnar við um leið og fer að sumra. Veitingahúsið sem við settumst inn á selur að meðaltali yfir 400 lunsh-a yfir sumarið en dettur niður í milli 10 og 20 yfir háveturinn.
Bærinn liggur við Vätteren sem er næst stærsta vatn Svíþjóðar eða um 170 km á lengdina. Allt umhverfis vatnið eru bæir í fallegu umhverfi. Reynar er mikið af fallegu umhverfi og fallegri náttúru í Svíþjóð.
Ein ferðaleið sem ég sé fyrir mér að væri gaman að fara er að sigla upp eftir Gautelfi með bát. Koma með Norrænu á hjólinu til Danmerkur. Hjóla til Gautaborgar. Leigja sæmilegan bát sem ber fáein hjól (svona ferð krefst ferðafélaga) og sigla svo upp til Stokkhólms. Stoppa reglulega til að hjóla um og skoða. Gista í bátnum. Svo þegar maður er kominn til Stokkhólms tekur maður ferju á einhvern skemmtilegan stað á meginlandinu og hjólar tilbaka í rólegheitunum gegnum Þýskaland og aftur til Danmerkur. Þetta er næsta draumaferð Hver vill með??
Um bloggið
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég....
elin (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 11:03
Sæl systir, ertu orðin alveg hjólaóð?
Lilja Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.