Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólagjöfin í ár:)

Ég sat í makindum mínum og var að lesa fréttablaðið þegar ég rakst á auglýsingu frá Nýherja.

Þar var verið að auglýsa nýju Ideapad tölvuna (sem eflaust hefur einhverja kosti svona per se). Í auglýsingunni er spurt hvort sé betri jólagjöf og þar birtist mynd af tölvunni annars vegar og stórri kartöflu hins vegar og búið að merkja í box að tölvan sé greinilega betri kostur...

Mitt fyrsta svar var hins vegar að þessi kartafla væri veislumáltíð fyrir hungraðan einstakling. 

Svo þegar ég sá hvað tölvan kostaði kom næst: Vá hvað má kaupa margt annað nytsamlegt fyrir þurfandi fólk fyrir þennan pening.

Þessi auglýsing finnst mér mest sýna þá fyrringu sem enn virðist ríkja hjá mörgum. Að kaupa dýra hluti til að gefa í jólagjöf.  Gjöf sem þyggjandinn kann svo ekki að meta nema kannski í eina til tvær mínútur eða þangað til hann tekur utan af næstu gjöf.  Að eiga sem mest af veraldlegum hlutum sem sumir kalla gæði. Að geta borist sem mest á. Er ekki kominn tími til að hætta þessu? 

Jólin eiga ekki að vera tími ofgnótta. Þau eiga að vera tími kærleikans. Og kærleikurinn finnst ekki í nýrri tölvu hversu flott og fín hún nú annars er. 

Mig langar að benda á aðra leið í jólagjöfunum.   http://multikulti.web.is

 (Ég kann greinilega ekki að búa til tengil inn á síðu hér:/ )  Þessi slóð vísar á frábæra vefverslun.  Þessi vefverslun selur gjafabréf.  Þessi gjafabréf eru sérstök vegna þess að þau eru gjöf til þín þar sem í þínu nafni eru keyptir nytsamlegir hlutir öðru fólki til lífsbjargar. T.d. er hægt að kaupa geit á 3.300 krónur. Geitin sér síðan væntanlegum eiganda fyrir mjólk í framtíðinni.  Geiting gæti síðan eignast afkvæmi sem seinna eignast afkvæmi og getur þannig hjálpað fjölskyldu frá sárri neyð í að verða sjálfbær með mat og klæði. Ýmsa fleiri svona nytsama hluti er hægt að versla þarna.

Farið endilega þarna inn og skoðið. Þið finnið ekki margar svona frábærar jólagjafir:) 

Og þessar jólagjafir gleðja.  Til langs tíma:)  Ekki bara þann sem fær sendinguna (geit, maís eða hvað sem þú ákveður að kaupa) heldur þann sem þú gefur gjafabréfið og svo ekki síst þig af því að þú veist að þú ert að gera góða hluti. Og þá líður manni alltaf betur á sálinni. 

Þetta er það sem skiptir máli. 

Munið

http://multikulti.web.is

Megið þið svo njóta aðventunnar:)

 


Kærleikur

Eitt mest misnotaða orð í íslenskri (og reyndar á fleiri tungumálum) er orðið að elska.  Hver kannast ekki við að börn "elski" að fá nammi eða "elska" ákveðin lit. Meira að segja fullorðið fólk "elskar" að fara út að borða góðan mat eða fara í ferðalög eða einhver önnur veraldleg gæði.

Er það skrítið þegar pör eru farin að veigra sér við að segja að þau elski hvort annað. Eða að fólk átti sig ekki alveg á meiningu orðsins í samböndum.

Sjálf hef ég alveg skýra meiningu á þessu.  'I stað þess að tala um að elska (í þessari grein) tala ég þá frekar um að bera kæran hug til eða að vera annt um einhvern.

Enginn efast um þá kærleikstilfinningu sem foreldrar (flestir sem betur fer) bera til barna sinna.  Þessi tegund kærleika er óeigingjarnasta tegundin. Við viljum allt til gera til að þau geti dafnað sem best.

Svo kemur að tilfinningum para. Hvenær elskar kona mann og maður konu? Eða með öðrum orðum hvenær ríkir sannur kærleikur milli para?

Nú ætla ég ekki að halda því fram að ég sé sérfræðingur í þessum málum.  Ég veit hins vegar algerlega hvað ég vil finna í maka mínum. Þ.e. hvaða tilfinningar eiga að vera ríkjandi til að ég geti kallað það "sanna ást"

Mín skilgreining:

Við erum hvort öðru náin.   (Þýðir ekki að það slitni ekki slefið á milli okkar heldur að við finnum nándartilfinninguna jafnvel við það að hugsa um viðkomandi)

Við virðum hvort annað eins og við erum.   (Og það sem meira er: Ég verð að virða hann eins og hann og ég verð að virða MIG eins og ég er og það sama gildir um hann)

Við þekkjum takmörk hvors annars. (Gallar eru bara það. Með því að virða þá verða þeir ekki lengur gallar heldur hefur viðkomandi takmörk sem mér ber að virða).

Við berum fullt og ótakmarkað traust til hvors annars.

Við berum mjög hlýjar og kærar tilfinningar til hvors annars.

Á milli okkar ríkir sönn vinátta.

Við gerum okkur bæði grein fyrir að við erum sjálfstæðir einstaklingar og reynum ekki að lifa í gegnum hinn aðilann. 

Og við verðum sjálf að bera ábyrgð eingöngu á okkur og okkar tilfinningum.  Við berum ekki ábyrgð á hvort öðru þó við reynum að styðja við hvort annað. 

Hjá mér skiptir þetta öllu máli að þessir hlutir séu til staðar.  Ég hef fundið þetta og kem aldrei til með að sætta mig við annað, hvaða ramma annan sem við makinn og ég kjósum svo að setja utan um sambandið eða samskipti okkar. Það kemur engum við nema okkur og við erum þau ein sem þurfum að vera sátt.   En þessar tilfinningar eru þess virði að hlú að þeim og varðveita þær.  Ég mun sjálf gera allt sem ég get (ekki misskilja "allt sem ég get" það er ekki verið að tala um að færa óeðlilegar fórnir heldur allt sem ég get gert án þess að það valdi mér einhverri vanlíðan eða sársauka.  Einu sem ég myndi fórna öllu fyrir væru börnin mín).

Ef þú lesandi góður nærð að finna þessar tilfinningar til einhverrar annarar manneskju mundu þá að hlú að þeim bæði í blíðu og stríðu og kannski einmitt ekki síst í stríðu.  Þetta er ekkert sem er auðfundið og taktu á móti þessari gjöf sem að þér er rétt með kærleika og virðingu. Ekki bara gagnvart viðkomandi manneskju heldur ekki síður gagnvart þessari tilfinningu.  Þetta eru mestu auðæfi þessa heims.  Allt annað kemst ekki nálægt þessum auðæfum.  Og veraldleg auðæfi eru einskíss virði miðað við þetta.

Að eiga slíkan ástvin að í erfiðleikum er ómetanlegt.  Að styðja við slíkan ástvin þegar hann á í erfiðleikum er ómetanleg gjöf til mín.

Jafnvel þó ég fengi aldrei að sjá aftur viðkomandi einstakling sem ég bjó þennan sess í mínu hjarta þá gæti ég ekki verið annað en óendanlega þakklát fyrir þessa gjöf sem hann gaf mér.  Hún er ómetanleg.  Hún hefur kennt mér svo margt og fært mér svo mikla gleði.  Á meðan hún er enn til staðar mun ég hlú að henni sem mest ég má.  Á hvaða vegu er það sem engir aðrir en við tvö getum ákveðið saman með sátt og virðingu.


Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband