Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Æææ Sigmundur minn!!

Er ekki kominn tími til að sleppa þessari hugmynd og reyna einhverja sem virkar. Eða er kannski eitthvað meira á bak við? Dettur þeŕ í alvöru í hug að IMF þjónkist við íslensk stjórnvöld??

IMF sem er talið vera ein helsta peningamaskína hins vestræna heims fari að þjónkast við ríkisstjórn gjaldþrota þjóðar? Komon!! Hvernig dettur þér annars ágætlega greindum dreng annað eins í hug?

Flanagan hefur reyndar bara talsvert til síns máls. Þeir sem skulda mikið græða ekkert á þessu. Þeir sem skulda lítið (reyndar þar með talið ég sjálf) græða mest.   Ekki það að flestir vildu gjarnan sjá skuldir sínar lækka um 20%. En það verður að gerast á raunhæfan hátt en ekki með flatri afskrift. 

Enda er það ekki beint sú leið sem Roubini myndi ráðleggja ef hann þekkti vel þetta sér íslenska fyrirbrigði verðtrygging. Og spurning hvort " face value reduction of the dept"  eigi sér ekki aðrar leiðir en sem flatan niðurskurð. Það þyrfti ekki annað en eitt svona eins og 20-25% verðbólguskot enn til að lánin yrðu komin aftur upp í sömu hæðir eða hærri  hvort eð er. Og hvað þá?

Við vitum líka alveg að það verður verulegur kostnaður við þetta. Þessi lán voru ekki í afskriftarpakkanum þar sem þessi lán voru með nokkurn vegin raunvirðis veðum á bak við sig.  Og hver á þá að taka á sig kostnaðinn við þetta? Ekki ég þakka þér fyrir. Nóg er nóg. 

Ég get hins vegar verið sammála því að það þarf að skoða öll húsnæðislán en ekki bara þar  sem eigendur eru í vanda. Ég var sjálf t.d. mjög varfærin í mínum húsnæðiskaupum og valdi mun lægra lán og ódýrari eign en bankinn og fasteignasalinn reyndu að telja mér trú um að ég réði við en er nú komin með vel 30% hækkun á mínu láni á rúmlega tveimur árum. Og vil að sjálfsögðu fá leiðréttingu. 

Langbest væri að lækka stýrivexti og gera verðtryggingu lána óvirka frá ca. 15. sept. sl. Þar með héldist höfuðstóll láns óbreyttur (nafnvirðið) en verðbótarþátturinn yrði afnuminn. 

Þá er næstbest að keyra verðbólguna rækilega niður (áfram með lækkun á stýurivöxtum) Helst þannig að hér teldist vera verðhjöðnun um einhvern tíma. Því það myndi lækka greiðslubirði verðtryggðra lána.  

Og svo verðum við að taka á verðtryggingu lána. Ég vil sjálf meina að þetta sé gersamlega siðlaust verkfæri. Betra er að nota stýrivexti sem tæki þó þeir verði háir á einhverjum þeim tímum  sem verðbólga er vaxandi. Þeir lækka þá aftur þegar ástandið skánar. Þetta hefur dugað öllum öðrum þjóðum í hinum vestræna heimi og ætti að duga okkur líka. 

 


mbl.is Þjónkun IMF við stjórnvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt? Ekki víst. Ósanngjarnt? Jaháá!!

Kunningjakona mín ein sem er komin yfir sextugt, kom að máli við mig um daginn. Þessi kona er ósköp venjuleg íslensk kona. Fráskilin, með uppkomin börn, engin óregla, vinnusöm og búin að basla við það alla sína tíð að halda sér réttu megin við skuldalínuna.

Ástæða þess að hún hafði sérstaka þörf fyrir að tala við mig, var sú að hún hafði tekið erlent lán til að kaupa sér bíl (ekki einu sinni nýjan eða svo stóran......bara lítinn notaðan bíl) og hún vissi að ég hafði gert slíkt hið sama.

Svo kom fyrra fall krónunnar (í febrúar/mars 2008) en hún gat ströglað við að ná endum saman þó erfitt væri..... En svo kom hrunið og kreppan skall á af fullum þunga. Hún gat ekki lengur borgað af bílnum og hún gat heldur ekki lengur borgað (að fullu) af íbúðinni (bara lítil og pen íbúð fyrir eina konu) sem hún hafði keypt nokkrum árum áður á 90% lánum frá íbúðarlánasjóð (hluti lánanna var e.k. félagslegt lán eða hvað þau voru kölluð). Lánið á íbúðinni var komið langt yfir markaðsverð fasteignarinnar og sömu sögu var að segja um lánið á bílnum. 

Nú var fyrirtækið sem hafði gert við hana svokallaðan "leigusamning" um bílinn búið að rifta samningnum og taka bílinn (kallað oft bílasamningar.  Afsal bílsins er á nafni lánafyrirtækisins en umráðamaðurinn er sá sem "kaupir" bílinn, í þessu tilfelli kunningjakona mín).  Henni var hins vegar gert að greiða eftirstöðvar lánsins. 

Munum nú eftir þvi að þessi kona stendur ekki lengur undirafborgunum á íbúðinni vegna hækkunar á lánum.

Þannig að hún er í raun eignalaus.

 Hún bar sig því ekkert sérstaklega vel þegar hún var að tala um þetta við mig. Lánafyrirtækið vildi að hún bæri eftirstöðvarnar af láninu á bifreiðinni. Láni sem var með veði í bifreiðinni og engu öðru (ekki einu sinni öðrum ábyrgðarmanni). Láni sem talað var um sem "leigusamning" en ekki "kaupsamning" vegna bifreiðar. 

Sem sagt þegar búið var að draga matsverð bifreiðarinnar frá því sem hún var talin skulda stóðu eftirstöðvarnar allar á henni. Eignalausri konunni var gert að greiða upp lán sem var orðið einhverjum hundruðum þúsunda krónum  hærra en nam söluverði bifreiðarinnar þegar hún var keypt þrátt fyrir mánaðarlegar afborganir í rúmt ár. 

Lánafyrirtækið vildi breyta láninu í íslenska mynt og konan átti helst að borga 15.000 krónur á mánuði í 80 mánuði (næstum sjö ár).  Hún vissi að hún myndi ekki ráða við meira en 10.000 krónur á mánuði í mesta falli og var að reyna að semja um það við fyrirtækið þegar hún kom og talaði við mig.  Hún var sem sagt að reyna að semja um það að borga 10.000 krónur á mánuði í 10 ár af bíl sem hún hafði haft að láni í eitt ár. Borga af bílnum eftir að hún væri komin á ellilífeyrinn. Allt til að reyna að koma í veg fyrir að hún yrði lýst gjaldþrota. 

Persónulega finnst mér þetta vera vita ósanngjarnt af fyrirtækinu. Fyrir það fyrsta; hver græðir ef krónan styrkist?  a) Fyrirtækið eða b) konan?  Hver græðir svo ef konan verður gjaldþrota?  a) Fyrirtækið?  b) konan?  Í hvorugu tilfellinu græðir konan. Í seinna tilfellinu græðir hvorugur aðilanna.

En óháð öllu því sem er ósanngjarnt eða sanngjarnt þá hlýtur líka að vakna spurningin um lögmæti. Getur fjármálafyrirtæki á löglegan hátt gengið að fólki á þennan hátt? Langt fram yfir verðmæti þess hlutar (íbúðar eða bíls) sem liggur að veði fyrir láninu? 

Í íslenskum lagabálkum má finna ýmis lög og reglugerðir sem bankar og lánafyrirtæki vísa óspart í kröfum sínum til stuðnings, en fáir virðast taka upp hanskann fyrir skuldarann. Ég ætla að benda á að samningalög sem gilda hér á Íslandi benda á það í 36. grein að ólöglegt er að halda frammi ákvæðum í samningum sem augljóslega eru ósanngjörn.  

Svona sögur gera mig fyrst og fremst reiða. Ég vona innilega að núverandi stjórnvöld (þó þau stoppi í stuttan tíma) breyti lögum þannig að algerlega ólöglegt er að ganga á eignir umfram veðkröfu. Samningar verða að vera sanngjarnir á báða vegu. Þar fyrir utan sé ég ekki alveg að bankarnir eða fjármálafyrirtæki í landinu ætli sér að borga af sínum skuldum umfram veðsetningar. Eigum við þá að gera það?  Er það afþví við erum ósátt við að þurfa að standa undir stórfelldum aukningum á skuldum sem við getum beint kennt þessum fyrirtækjum um að við erum síðan kölluð "skríll"??


Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband