Að lifa....

Sem betur fer var mér aldrei lofað því að þetta líf sem ég lifi nú yrði dans á þyrnilausum rósum.

Líf mitt er reyndar dans á rósum en stundum verða þyrnir á veginum. En það er líka allt í lagi. Þeir gera það að verkum að ég læri eitthvað þegar ég verð á vegi þeirra.  Stundum er lærdómurinn ekkert stór eða merkilegur og stundum er verið að kenna mér sama hlutinn oftar en einu sinni (líklega afþví að ég hef hundsað fyrri lærdóma....:/ )

Það sem er skemmtilegast er að þegar ég er búin að reikna með að eitthvað eigi að gerast og svo BÚMM ... allt í einu á það ekki að gerast.  Þá fæ ég tækifæri til að endurskoða lífið og hvernig mig langar að lifa því.  Stundum eru samt sársaukafullir atburðir sem gerast.  Eins og t.d. að eiga von á barnabarni einn daginn til að fá að vita það svo næsta dag að það gengur ekki upp.  

En lífið heldur samt áfram. Og börnin mín sem fengu ekki langþráð barn fá tækifæri til að nýta tímann þar til barn kemur í eitthvað annað eins og t.d. að fara í nám.  Og ég sjálf sem var búin að plana að vera heima þegar langþráð barnabarn kæmi í heiminn fæ í staðinn tækifæri til að fara í langþráð ferðalag á mótorhjólinu mínu til Evrópu nú eða bara að skreppa til Indlands.... 

Eða hver veit?  Kannski get ég bara leyft mér hvoru tveggja... 

Best að taka það fram að ég er ekki alltaf sátt við þessa þyrna sem verða á vegi mínum á þessari lífsins göngu og stundum spyr ég minn æðri mátt til hvers ég þurfi að ganga í gegnum þessa þyrna.  Stundum tekur langan tíma að fá svar en yfirleitt kemur svarið einhvern tíma og ég sé að breytingar eur til þess að ég geti lært eitthvað og það er mitt að uppgötva hvað það er.  Til lengri tíma eru breytingarnar almennt til hins betra þó að ég sjái það ekki strax. 

Lífið býður manni upp á svo ótrúlega mörg skemmtileg ævintýri ef maður er bara tilbúinn að þiggja þau :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott blogg, enda ekki við öðru að búast, þú góður penni Dagrún:) já, lífið..hmmm..það er svo óttalega skrýtið stundum en um að gera að sjá ALLTAF það jákvæða í því og reyna að hoppa yfir allar hindranir sem verða á vegi okkar...þú ert örugglega góður hoppari

Anna Soffía (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 16:09

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Ég er þvílíkur hástökkvari að verða.... satt best að segja

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 24.1.2010 kl. 16:15

3 identicon

Já, þetta kemur með æfingunni ljúfust og maður þroskast við hverja raun, þ.e ef fólk vill nýta erfiðleika til uppbyggingar á sálinni...það er hægt...það er allt hægt ef maður vill...Þess vegna ert þú þroskuð sál og kannt á lífið

Anna Soffía (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband