Lifandi líf

Mannkynið er (sem betur fer) samanset af mjög ólíkum persónum og persónuleikum.  Það hvernig hvernig við horfum á líf okkar og hvernig við lifum því er mjög ólíkt og fer kannski ekki síst eftir því í hvernig þjóðfélagi eða umgerð við lifum.

Samt er þetta líka ólíkt innan þjóðfélaga. Einmitt af því að við erum ólík og höfum okkar eigin viðmið. 

Margir spekingar hafa gefið út (mis)viturlegt efni í bókarfórmi eða öðru formi hvernig best sé að nálgast hið fullkomna líf.  En fullkomið fyrir hvern?  Margt af þessu efni byggir á þeirri hugmynd að viðkomandi einstaklingur nái sátt og frið fyrir sig sjálfan.  Margt af þessu efni byggir á því að fólk lifi innhverfu lífi.  Sem er svo sem bara gott mál.  Sumum hentar að lifa lífinu eingöngu inn á við og finna frið með sjálfum sér. 

En má ekki finna frið líka með því að lifa út á við? Beina kröftum sínum út til annarra?  Finna gleðina í öllu því stóra og smáa sem er að gerast í kring um mann?

Sjálf er ég mjög fyrir að finna gleðina líka út á við. Það er svo gott að finna gleðina koma frá því að vera að fylgjast með einhverju sem er að gerast í kring um mann og ná að beina henni inn á við.  Þannig vex hún betur hjá mér. 

Atburðir þurfa ekki að vera stórir til að maður kætist yfir þeim og njóti þeirra.  Það er til dæmis svo yndislegt að fylgjast með athöfnum lítils kettlings sem kom inn á heimilið í gær. Sú litla er að læra að þekkja nýtt umhverfi og kann því afskaplega illa að vera einhvers staðar ein.  Þá byrjar hún að mjálma og meira að segja athygli hundsins er betri en engin Smile

Sjálf vil ég líka hafa líf í kringum mig.  Fremstan sess þar koma börnin mín tvö.  Svo á ég fjölskyldu þar sem böndin eru trygg og náin. Síðast og ekki síst á ég yndislegan vinahóp.  Góða, trygga og skemmtilega vini.

Allur þessi hópur gerir það að verkum að ég vil fá að vera út á við. Ekki lifa inn á við og grafa mig þar heldur fagna hverju augnabliki sem ég fæ að njóta þeirra samvista sem þessi hópur býður upp á og þær umgerðir sem þar fylgja.  Sem móðir. Sem dóttir. Sem systir. Sem frænka. Sem vinkona. Sem líkamsræktarstundari. Sem kórsöngvari. Sem mótorhjólakona. Sem salsaunnandi. Sem sjálfboðaliði. Sem kennari. Sem nemandi. 

Sem manneskja sem er sátt við öll sín hlutverk.  Sama hvað þessi umgerð heitir sem ég hef utan um þetta. Hún er sterk og góð. Og ég nýt þess að geta lifað lífinu til fulls. Og ég hef alveg pláss og tíma fyrir fleiri hlutverk þar sem ég hef nóg að gefa frá mér ennþá. Og lifi með von um að framtíðin gefi mér fleiri tækifæri. 

Aðeins eitt hlutverk mun ekki henta mér og það er hlutverk einsetumannsins. 

Það má vera að hann sé fullkomlega sáttur í þessu eina hlutverki sínu. En það myndi aldrei duga mér. 

Megið þið njóta nýs árs í sátt við ykkur sjálf og umhverfið.  

 

lítið líf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband