Af prinsum og nýstúdentum

Dagarnir líða hratt hér í Svíaríki.  Veðrið til fyrirmyndar, alla vega hér í Lerum, og mikið um að vera.  Í dag fórum við að horfa á STCC sem er e.k. kappakstur á sérútbúnum venjulegum bílum......(ef þið skiljið hvað ég á við...).  Kappaksturinn fór fram á Bananpiren sem er inn við kanalinn í miðri Gautaborg.  Við stoppuðum reyndar stutt því við vorum ekki beint á sjálfu svæðinu.  Langaði bara að sjá staðinn og aðeins horfa á bílana.  Svo vorum við að vona að við kæmum auga á prinsinn hann Carl Philip. 

Mikið geta nú svíar annars gert grín að aumingja prinsinum.  Prinsinn er nefnilega að keppa á STCC á fína porche-inum sínum.  Venjan er að merkja bílana með einhverju sem auðkennir ökumanninn. Upp komu brandarar um að bíll prinsins skyldi merktur með CP. Viðeigandi kanski afþví hann heitir jú Carl Philip. En CP þýðir líka "Cerebral Palsy" og skammstöfunin er oft notuð í Svíþjóð um fólk sem þykir ekki hafa of mikið milli eyrnanna.  

Annars á prinsinn ekki sjö dagana sæla núna. Þó hann sé komin með nýja og fallega kærustu upp á arminn.  Eða kannski einmitt afþví að hann er komin með nýja fallega kærustu.  Nýja kærastan fellur nefnilega ekki í kramið hjá kóngi föður hans. Honum mislíkar herfilega við kærustuna.  Svo mikið að hann og kona hans ákváðu að taka frí núna í miðjum undirbúningnum fyrir brúðkaup aldarinnar (Viktoría krónprinsessa er að fara að gifta sig. Manni sem pabba mislíkaði líka svo við að hann fékk aldrei að sjást opinberlega með Viktoríu fyrr en hún ákvað að opinbera trúlofun sína). En sem sagt kóngur og drottning tóku sér frí til að koma siglandi til Gautaborgar til að horfa á soninn keppa og til að koma í veg fyrir að "dræsan" næði að vera með prinsinum í næði hér í Gautaborg.   

Já greinilega ekki auðvelt að vera kóngabarn hér í Svíþjóð. 

En önnur börn fengu að sleppa fram af sér beislinu í dag þó að Carl Philip fengi það ekki. Þau voru að vísu vel 10 árum yngri en hinn 30 ára gamli prins. Þetta voru nýstúdentar frá Lerum menntaskólanum.  Þeim var "sleppt út" úr skólanum í dag.  Þá er til siðs að nýstúdentar safnast aftan á vörubíla eða kerrur  og keyra marga hringi um bæinn með hróp og köll og flaut og gleði.  Mikill fjöldi bæjarbúa safnast saman til að samgleðjast og horfa á. Þetta er ansi skemmtilegur siður. Minnir svolítið á dimmisionina hjá okkur.  En samt öðruvísi.  Foreldrar og ættingjar koma í skólann, gjarnan með stór skilti með mynd af "nýstúdentinum" sínum.  Þá er til siðs að hengja eina og eina nelliku (eða annað blóm) í bandi um háls stúdentsins. Sömuleiðis aðrar smágjafir eins og tuskudýr.

Það sem mér fannst merkilegast var samt að þennan dag gerir enginn athugasemd við því að unglingarnir sem eru að útskrifast séu að drekka. Þau standa á vögnunum og drekka áfengi og eru ekkert að hafa fyrir því að fela það. (Þau útskrifast almennt 19 ára hér en ekki 20 ára þar sem menntaskólinn er 3 ár).  Ekkert er spurt hver keypti það fyrir þau og ekkert er verið að gera veður yfir opinberri drykkju þeirra. 

Það fallegasta sem ég sá í dag var hins vegar hvorki prins, porche eða nýstúdent.  Heldur gullfalleg Honda Goldwing GL1000, árgerð 1978. Nýlega uppgerð og glansandi fín. 

Annars held ég að það séu meiri líkur á að sjá prinsa hér á götum en konur á mótórhjólum. Þær virðast bara ekki fyrirfinnast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með þér Dagrún mín...halda áfram að vera svona dugleg að blogga:)

Anna Soffía (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband