...og orðin í dag eru..

Þegar maður er mikið að flækjast um á netinu eða les mikið af bókum rekst maður oft á heilræði, lífsspeki eða aðra gimsteina sem mann langar að deila með öðrum.  Ekki það að öllum finnist þetta endilega vera eitthvað merkileg speki þar sem þetta kemur ekki frá biblíunni eða frá forngrískum spekingum eða zen-speki eða hvað þetta allt heitir.  En það er líka bara allt í lagi. Þeir þurfa þá ekkert að lesa þetta blogg LoL

En þessa málsgrein fann ég í bréfi sem amma var að senda til dótturdóttur sinnar.

Nú skal þér kennt að byrla ástardrykk:

Alls engin lyf eða græðandi jurtir þarf til, engatöfra né seiðkvenna listir, enga forna lífsspeki eða heimspekilegar vangaveltur um hvernig skuli skilgreina ást.

Ef þú vilt vera elskaður, ELSKAÐU þá.

Þetta er svo einföld og yndisleg lífsspeki sem okkar eldri kynslóð kann svo vel að miðla til okkar hinna bara ef við viljum hlusta og læra.  Og þetta er svo auðvelt.  Sleppum gremju og eigingirni. Sleppum djúpum pælingum um hvernig kærleikurinn eigi að vera. Leyfum okkur bara að elska. Og við fáum að njóta ástar á móti. Frá foreldrum, frá maka. frá börnum okkar, frá vinum og síðast en ekki síst frá okkur sjálfum. 

Ég leyfi mér hiklaust að fullyrða (a.m.k. fyrir mína parta) að ekkert er eins nærandi fyrir sálina eins og kærleikurinn.  Hann fyllir okkur jákvæðri orku og gleði.

Og ég þarf engan annan til að segja mér hvernig kærleikur er eða hvort hann er sannur eða ekki.  Ég þekki hann og hef þekkt hann frá upphafi mínu.  Ég er heppin Smile

Njótum dagsins með kærleikann sem leiðarljós

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Baukur

Svo satt og svo einfalt.

Kannski er þjóðfélagið búið að týna upphaflegu uppskriftinni á löngum vegi gegnum afþreyingar.  Endalaust úrval af sjálfshjálparbókum, persónulegum upplifunum á einföldum og ljóslifandi tilfinningum. Endalaust áreiti þar sem okkur er kennt að leita vellíðan í öllu nema okkur sjálfum. "Betri bíla, eldra viskí, yngri konur" var sungið, sjónvarpsstjörnur draga fram vansælt fólk og "gefur" þeim tíma hjá "bjargvættinum". 

En eins og þessi amma útskýrir svo skemmtilega, þá þarf ekkert utanað komandi til að lifa þessa tilfinningu. Bara hlusta og finna til :)  En það er nauðsynlegt að hlusta á upplifun sína og trúa henni.  Því það er ekki nema þú trúir eigin tilfinningum sem þær nýtast þér.  Ekki neita að hlusta ef finna má til gremju eða eigingirni, heldur bregðast við og beita annarri einfaldri lausn, skynsemi, og leysa gremjuna eða eigingirnina á skynsaman hátt.  Ef ég er svangur og fæ það á tilfinninguna, þá bregst ég rétt við ef ég borða.  Ef ég er óöruggur og fæ það á tilfinninguna, þá þarf ég að kunna að bregðast rétt við, ekki kaupa innpakkað og tilbúið öryggi í fallegum umbúðum og þannig neita eigin tilfinningu og svelta mig.

Og það er dagsatt að kærleikurinn er sú upplifun gefur mest, í báðar áttir.

Haukur Baukur, 29.1.2010 kl. 13:27

2 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Gæti ekki orðað þetta betur sjálf Svo satt og rétt hjá þér.  Svo eyðir fólk fúlgum fjár í alls konar heimspekibækur, sjálfshjálparbækur eða annað. En neitar að hlusta á sína innri rödd og leyfir stjórnlausum huga sínum að sannfæra sig um að það vanti eitthvað í líf sitt (betri bíla, eldra vískí, yngri konu...... eða hvað það nú er sem viðkomandi telur sig vanta)

Þú kaupir ekki ást (eða kærleika), þú kaupir ekki öryggi og þú kaupir ekki rétta sjálfsmynd.  Þetta er allt að finna í sjálfum þér ef bara þú kannt að viðurkenna að þú ert frábær

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 29.1.2010 kl. 15:46

3 identicon

Svo rétt Dagrún...og ef maður elskar sjálfan sig þá elska aðrir mann líka að fá að njóta ástar í lífinu er yndislegt og að elska börnin sín er sú mesta ást sem ég hef kynnst, svo hrein og fögur ást þar á ferð....

Anna Soffía (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 18:21

4 Smámynd: Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Það er satt Anna Soffía. Börnin er eitthvað sem maður elskar bara svo takmarkalaust. Engin orð geta lýst þeirri tilfinningu. Hún er sterk og hrein og tær.  Og er (næstum) alltaf endurgoldin svo fölskvalaust að manni vöknar um augun af hreinni gleði.

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir, 29.1.2010 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir

Höfundur

Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Dagrún Steinunn Ólafsdóttir
Er heppin kona með góða lífsreynslu sem gerir mig vonandi stöðugt að betri og betri manneskju. Er framhaldsskóla kennari og kenni stærðfræði. Hef ákveðnar skoðanir á (næstum) öllu og þörfin til að tjá þær hvetur mig til skrifta hér á þessu bloggi :)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...p6130376
  • lítið líf

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 802

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband